Helgi Jökull og Sveinn Ingvar sigruðu Jónsmessumótið

Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa fór fram laugardaginn 20. júní. Búið var að lofa góðu veðri en rétt eftir að kylfingar lögðu í hann upp úr kl. 10:00 stytti upp og hélst þurrt það sem eftir lifði dagsins.  Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.

Úrslit mótsins voru þannig að Helgi Jökull Hilmarsson og Sveinn Ingvar Hilmarsson vorur í 1. sæti með 79 högg, í 2. sæti voru Antony Karl Flores og Eyjólfur Óli Jónsson á 81 höggi og í 3. sæti voru  Ragnar Þórisson og Sæmundur Árnason á 83 höggum.  Önnur úrslit voru svo að Klara Lísa Hervaldsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju holu en Antony Karl Flores var með lengsta högg hjá körlum. Antony Karl Flores var svo næstir holu á 5. braut og Eyjólfur Óli Jónsson á 8. braut.

Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og minna á næsta mót sem er Meistaramótið sem fram fer 11. júlí. 

Góð veðurspá fyrir Jónsmessumótið

Það er góð veðurspá fyrir Jónsmessumótið sem hefst á morgun kl. 10:00. Skráning er hér: https://www.golfbox.dk/portal/golf_info/gbtourframe.asp?selected=%7BCC74A204-A100-4547-9A48-63BF5E02C2D2%7D&language=1039&#/competition/2450265/info

Við sjáumst á morgun og eigum saman góðan dag.

Fyrsta golfmót sumarsins verður 20. júní

Fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbnum Dalbúa verður árvissa Jónsmessumótið okkar og eigum við von á góðri þátttöku og reiknum með góðu veðri þannig að við fáum að njóta blíðunnar og frábæra vallarins okkar sem allra best.

Mótið hefst kl 10.00 og verður ræst út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.

Við munum leika 18 holur eftir Greensome fyrirkomulagi, tveir spila saman.     Skráning á Golfbox

Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.

Vel heppnaður vinnudagur

Það var góð mæting og gott veður á vinnudeginum okkar í gær, laugardag, en rúmlega 30 manns mættu á svæðið og lögðu hönd á plóginn, en Haraldur formaður vallarnefndar, Eyjólfur Óli, Anthony, ásamt Bryndísi formanni deildu út verkefnum og stýrðu framkvæmdum.

Í lok dagsins var boðið upp á veitingar í vökva og föstu formi og tóku einhverjir golfhring í kjölfarið.

Nú er völlurinn formlega opnaður og þykir hann koma mjög vel undan vetri.

Gleðilegt golf sumar og takk fyrir góðan og vel sóttan vinnudag.

Vinnudagur

Við minnum á vinnudaginn, laugardaginn 16.maí klukkan 10.00. Veðurspáin er okkur hagstæð og verkefnin næg. Væri gaman að sjá sem flesta félagsmenn og konur. Stefnt er að opnun vallarins í kjölfarið og því ekk úr vegi að spila eins og einn hring að loknu góðu dagsverki.

Hlýjar og bjartar kveðjur, stjórn GD

Meðlimatilboð til Grikklands í vor

Kæri félagar,

Icegolf býður öllum meðlimum í þínum klúbb 30.000 kr. afslátt á vikuferðum í apríl til hins óviðjafnlega Costa Navarino í Grikklandi.

Þarna er öll aðstaða fyrsta flokks , tveir stórkostlegir golfvellir, fimm stjörnu lúxus hotel ásamt ótal annarri afþreyingu .

Ef þeir bóka með kóðanum KLUBBUR þá fá þeir þennan afslátt inn á ferðina þeirra. 

Vikuferðir okkar í apríl eru á eftirfarandi dögum:

4, 11, 18, 25 apríl.

Við vonum með þessu tilboði að sem flestir fá að upplifa þennan óviðjafnlega stað sem Costa Navarino er.  Ef þið eruð með æfingahóp (10 eða fleiri), sem hefur áhuga á að nýta sér þetta tilboð, þá bjóðum við einum PGA kennara með hópnum í fría gistingu og golf.  Vinsamlega hafið samband ef þið viljið bóka æfingahóp.

Sjá nánar í viðhengi.

Aðalfundur fimmtudaginn 5. desember 2019

FUNDARBOÐ:
AÐALFUNDUR GOLFKLÚBBS DALBÚA

Íþróttamiðstöðinni Laugardal (í Reykjavík) A-salur
fimmtudaginn 5. desember 2019, kl. 19:30

Dagskrá aðalfundar:
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári
• Kynning á endurskoðuðum ársreikning félagsins
• Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikningar lagðir fram til samþykktar
• Lagabreytingar
• Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár
• Kosning stjórnar og varamanna í stjórn, sbr.10.gr.
o Kosning formanns
o Kosnir 2 aðalmenn til tveggja ára
o Kosnir 2 varamenn til eins árs
• Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara
• Lögð fram fjárhagsáætlun næsta starfsárs til samþykktar
• Önnur mál

Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða. Farið verður yfir rekstrarreikning klúbbsins á starfsárinu 2019 ásamt skýrslu stjórnar um starfsemi ársins. Ekki eru lagðar til neinar lagabreytingar að þessu sinni.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.

Stjórn Golfklúbbsins Dalbúa