Fontana mótið fer fram 15. ágúst.

Skemmtilegasta golfmótið okkar fer fram laugardaginn 15. ágúst. Ræst er á öllum teigum kl. 10:00.

Um er að ræða 18 holu punktamót þannig að allir eiga jafna möguleika á að vinna til fjölmargra vinninga sem Fontana, einn af styrktaraðilum Dalbúa, er með á boðstólnum.

Skráning er hér fyrir neðan.

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/2450421/info

Gaman væri að sjá ykkur sem flest.

Góða skemmtun.

Góða og gleðilega ferðahelgi

Ef kemur yfir ykkur golfþörf um helgina þurfið þið ekki að spá í rástímaskráningu hjá okkur en við erum með kúlustand.

Gleðilega verslunarmannahelgi og komið frísk og heil heim.

Glæsilegt kvennamót

Lavera kvennamót Dalbúa fór fram sunnudaginn 19. júlí en vegna slæmrar veðurspár var mótinu frestað frá laugardegi til sunnudags.

Hólmfríður M. Konráðsdóttir sigraði mótið en Guðbjörg Ingólsdóttir varð í öðru sæti og Halldóra Elíasdóttir í því þriðja. Önnur úrslit voru svo þannig að Inga Konráðsdóttir var með lengsta högg á þriðju braut, Hólmfríður M. Konráðsdóttir næst holu á þriðju braut og Klara Lísa Hervaldsdóttir næst holu á 8. braut. Allar konur fengu svo glæsilegar teiggjafir. Einnig var dregið úr skorkortum um Lavera vörur. Í lok móts var svo í boði að kaupa súpu á hagstæðu verði sem Bryndís formaður hafði útbúið.

Stjórn Golfklúbbsins Dalbúa og mótanefnd þakkar öllum þessum frábæru konum sem tóku þátt fyrir komuna og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn.

Að lokum þá þökkum við umboðsaðila Lavera kærlega fyrir glæsilega og veglega vinninga.

Lavera kvennamót Dalbúa fer fram á laugardaginn

Næsta laugardagsmorgun, 18. júlí kl. 10:00 hefst Lavera kvennamót Dalbúa.  Ræst verður út frá öllum teigum.

Spilaðar verða 9 holur og fá allar konur flottar teiggjafir frá Lavera.  Allir vinningar eru frá Lavera og eru sérlega glæsilegir.  Í lok móts verður súpa og léttar veigar í boði á sanngjörnu verði.

Nánari upplýsingar og skráning er að finna  hér:  https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/2450311/info

Anthony Karl og Sigrún María eru klúbbmeistarar 2020

Meistaramót Dalbúa fór fram laugardaginn 11. júlí og eru Anthony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2020. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar.

Úrslit í höggleik án forgjafar var þannig að Antony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 82 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 91 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Böðvar Þórisson og Petrína Freyja Sigurðardóttir, og í 3. sæti urðu svo Jón Hilmarsson og Heiðrún Hauksdóttir. Í höggleik með forgjöf voru Þorvaldur Ingimundarson og Petrína Freyja Sigurðardóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Antony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir og í 3. sæti enduðu svo Böðvar Þórisson og Anna Svandís Helgadóttir. Lengsta upphafshögg á 3/12 braut hjá körlum var svo hjá Ragnari Þórissyni og hjá konum var það Sigrún María Ingimundardóttir.
Að lokum þá var Sævar Magnússon með upphafshögg næst holu á 8/17 holu og Jón Hilmarsson var svo næstur holu á 5/14.

Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamótið sem fram fer næsta laugardag.