Lavera kvennamótið fór fram 23. júlí

Glæsilegt kvennamót Dalbúa og Lavera fór fram laugardaginn 23. júlí í flottu golf veðri.


Hafdís Ingimundardóttir sigraði mótið, Anna Svandís Helgadóttir varð í öðru sæti og Guðbjörg Ingólfsdóttir í því þriðja. Önnur úrslit voru svo þannig að Hafdís Ingimundardóttir var með lengsta lengsta teighögg á þriðju braut.  Við þetta tilefni var í fyrsta sinn afhentur farandbikar fyrir kvennamót Dalbúa, en gefandi bikarsins er Eygló Myrra Óskarsdóttir. Allar konur fengu svo glæsilegar teiggjafir.  Einnig var dregið úr nokkrum skorkortum um verðlaun frá Lavera og Ölgerðinni.  Í lok móts var svo í boði að kaupa gómsæta súpu á hagstæðu verði.


Mótanefnd þakkar öllum þessum frábæru konum sem tóku þátt fyrir komuna og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Við minnum svo á að næsta golfmót verður Fontana golfmótið þann 13. ágúst.


Að lokum þá þökkum við umboðsaðila Lavera kærlega fyrir glæsilega og veglega vinninga.