Páll Ólafsson fyrrum formaður GD er fallinn frá

Fallinn er frá Páll Ólafsson fyrrum formaður Golfklúbbsins Dalbúa 58 ára að aldri.

Páll var ásamt nokkrum öðrum stórhuga félögum einn af stofnendum GD árið 1989 þá ungur að árum.

Páll gengdi ýmsum störfum fyrir GD í gegnum árin sem hann vann með miklum sóma má þar nefna gróðursetningu trjáa, gerð tjarnarinnar á golfvellinum, heimasíðugerð og margt annað gott sem hann skilaði af sér til klúbbsins.

Páll var bæði í stjórn og varaformaður GD til fjölda ára.  Formennsku gengdi hann frá 2008 til 2017.

Stjórn Golfklúbbsins minnist Páls með miklu þakklæti fyrir vel unninn störf í gegnum árin. Við vottum fjölskyldunni, eiginkonu, syni og föður Páls honum Ólafi Pálssyni heiðursfélaga í GD okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum sorgartíma. Megi minning hans lifa.

Stjórn Golfklúbbsins Dalbúa

Úrslit meistaramóts Dalbúa

Meistaramót Dalbúa fór fram föstudaginn 5. júlí og laugardaginn 6. júlí í fínasta veðri og eru Anthony Karl Flores og Anna Svandís Helgadóttir klúbbmeistarar 2024. Leikinn var 2 x 18 höggleikur með og án forgjafar og síðan var bætt við auka flokki þar sem leikið var 2 x 9 holu keppni sem hentar vel fyrir suma félaga okkar. Guðbjörg Ingólfsdólttir formaður mótanefndar kynnti staðarreglur og almennar reglur afhenti það til þátttakenda.mb

Úrslit í höggleik var þannig að Anthony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 168 höggum og Anna Svandís Helgadóttir í 1. sæti hjá konum á 210 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Oddgeir Sæmundsson og Margrét Björk Jóhannsdóttir og í 3. sæti urðu svo Arnar Olsen og Ása Þorkelsdóttir. Í höggleik með forgjöf voru svo Richard Haukur Sævarsson og Guðbjörg Rós Guðmundsdóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Árni Benónísson og Bryndís Scheving og í 3. sæti endaði svo Snæbjörn Stefánsson. Sú kona sem endaði þar í þriðja sæti vann til verðlaun í meistaraflokki og taldi því ekki þarna líka.  Í auka flokknum, sem kom nýr inn í fyrra var svo Eiríkur Þorláksson í 1. sæti hjá körlum og Klara Lísa Hervaldsdóttir hjá konum, í 2. sæti urðu svo Hafþór Birgisson og Margrét Þorkelsdóttir.  Guðbjörg Ingólfsdóttir var svo í 3. sæti  hjá konum en það voru fleiri karlar í þessum flokki.  Lengsta högg karla á 3/12 braut hjá körlum átti Anthony Karl Gregory en hjá konum var það Margrét Jóhannsdóttir.      

Almenn ánægja þátttakenda er með tveggja daga fyrirkomulag á föstudegi og laugardegi á meistaramótinu og þessa þrjár mismunandi  flokka og verður það örugglega endurtekið næsta ár.

Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt.

 

Klúbbmeistarar Dalbúa

Glæsilegt meistaramót fór fram hjá okkur 5. og 6. júlí. Anna Helgadóttir og Anthony Karl Flores eru glæsilegir klúbbmeistarar 2024.

Mótinu verður gerð betri skil á næstunni.

Meistaramót Dalbúa verður 5.-6. júlí

Kæru Dalbúar

Meistaramótið okkar verður 5. – 6. júlí. Við munum bjóða upp á þrjá flokka fyrir konur og karla.  Ræst verður út á 1. teig föstudaginn 5. júlí kl. 14:00 og laugardaginn 6. júlí frá 10:00.

Búið er að panta gott veður og reiknum með skemmtilegri helgi.

Stefnum svo að því að vera svo með húllumhæ að úrslitum loknum á laugardeginum. Matur og verð fyrir hann verður auglýst síðar.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna: GolfBox Tournament

Jónsmessumót Krambúðarinnar verður föstudaginn 21. júní kl. 20:00

Nú er komið að Jónsmessumótinu okkar skemmtilega þar sem spilaðar verða 9 holur og eitthvað gott svo sett á grillið að móti loknu. Mótið verður föstudaginn 21. júni.  

Matur/grill + drykkur að loknu móti er innifalinn í mótsgjaldinu.

Mótið hefst kl 20.00 og verður ræst út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi. Skráning og frekari upplýsingar er að finna á golfbox:  GolfBox Tournament

Hjónin Guðmundur Hauksson og Sveinbjörg Ingvarsdóttir sigruðu fyrsta mót sumarsins

Kristal heilsumót Dalbúa mótið fór fram laugardaginn 8. júní. Þetta var fyrsta mót sumarsins. Hitastigið hefði mátt vera hærra og lognið í upphafi meira en sólin og keppnisskapið hélt á okkur hita.Mótið var haldið í samstarfi við Ölgerðina sem er einn af samstarfsaðilum okkar.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem hámarksforgjöf var 28 fyrir karla og 36 fyrir konur.Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Ölgerðarinnar, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum. Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir flottan dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju. Sérstakar þakkir skilum við til Ölgerðarinnar fyrir þeirra framlag.

Úrslit konur: 1.sæti – Sveinbjörg Ingvarsdóttir, 36 punktar

2.sæti – Anna Svandís Helgadóttir, 34 punktar

3.sæti – Jóna Hjálmarsdóttir, 32 punktar

Úrslit karlar:

1.sæti – Guðmundur Hauksson, 36 punktar

2.sæti – Ólafur Ragnar Ingvarsson, 34 punktar

3.sæti – Snæbjörn Stefánsson, 33, punktar

Lengsta högg kvenna á þriðju braut, Helga Kristín Sæbjörnsdóttir

Lengsta högg karla á þriðju braut, Kristján Víkingur Helgason

Næst holu á 5./14. braut Grétar Karlsson

Næst holu á 8./17. braut Jóna Hjálmarsdóttir

Hér fylgja með nokkrar myndir.

Rauðir teigar

Kæru teigarhafar á Dalbúa.
Sú skemmtilega hefð hefur skapast að nokkrar konur í klúbbnum okkar eiga sína rauðu teiga.

Gaman væri ef þið hafið tök á að koma ykkar merkingu út á völlinn á sinn stað og skreyta aðeins en merkingarnar bíða núna fyrir utan skálann okkar.

Góðar Dalbúa kveðjur
Gísli B. Ívarsson formaður.