Lokamót Dalbúa og takk fyrir sumarið

Lokamót Dalbúa var 23. september en hefð er fyrir því að allskonar rugl og öðruvísi sé í gangi í þessu síðasta golfmóti sumarsins, en það var líka smá rugl í veðrinu þannig að ákveðið var að breyta í miðju móti úr 18 holu Texas scramble í 9 holu Texas scramble keppni.

Að þessu sinni vorum við með tveggja liða Bændaglímu þar sem annað liðið var rautt og hitt var blátt.  Stig voru gefið fyrir hitt og þetta sem endaði með því að rauða liðið sigraði.

Dregið var svo úr öllum skorkortum þeirra sem tóku þátt en við náðum að safna saman fjölmörgum glæsilegum vinningum frá styrktaraðilum og félögum og því fengu allir vinning. Kærar þakkir til allra sem lögðu sitt af mörkum vegna vinninganna.

Eftir mótið var svo grillað lambalæri og með því og slegið upp eins konar sveitaballi og dansað og tjúttað inn í kvöldið.

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna í lokamóti Dalbúa og þökkum einnig fyrir góða þátttöku í golfmótum sumarsins og takk fyrir sumarið.

Við sjáumst næsta sumar

Undirbúningur fyrir lokun vallar

Haustið er að nálgast og þá styttist í það að við lokum vellinum okkar í Miðdalnum.  Á morgun miðvikudag verða grínin götuð og á laugardag reiknum við svo með því að við lokum vellinum fyrir aðra en félagsmenn.

Lokamót – Bændaglíma

Við breytum til í ár og blásum til skemmtilegrar bændaglímu. Spilaðar verða 18 holur og tveggja manna Texas Scramble. Grillveisla, verðlaunaafhending og gleði í lokin. Grillveislan er innifalin í mótsgjaldinu.

Mæting kl. 11: oo og ræst út á öllum teigum kl. 12:00.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér. GolfBox Tournament

„Mulligan á fyrstu“ sigraði styrktarmót Dalbúa

Styrktarmót Dalbúa og DANCO fór fram laugardaginn 9. september í frábæru veðri.  26 lið eða 52 kylfingar voru skráðir í mótið en allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins okkar.  Leikjaform mótsins var Texas Scramble.

Skemmtilegt er að segja frá því að þrír ættliðir spiluðu saman í holli í mótinu en og aftur en það eru þeir Sæmundur Árnason, Oddgeir Sæmundsson, Sindri Snær Oddgeirsson og fylgdi Ragnar Þórisson svo með þeim til þess að fylla hollið.  Vegna fjölda í mótinu þá þurfið að ræsa tvöfallt á fjórum brautum en það rann ágætlega í gegn.

Úrslitið voru spennandi og sem hér segir:  (það munaði aðeins 0,2 punktum á þriðja, fjórða og fimmta sætinu)

1. sæti.  „Mulligan á fyrstu“ (Bragi Dór Hafsteinsson/Sigurður Orri Hafþórsson) – 49,4 punktar

2. sæti.  „Klín&Empty“ (Hreinn Þorkelsson/Auður Róseyjardóttir) – 42,4 punktar

3. sæti.  „Eyberg“ (Oddgeir Sæmundur Sæmundsson/Sindri Snær Oddgeirsson) – 40,2 punktar

Upphafshögg næst holu á 5/14 braut – Bragi Dór Hafsteinsson

Upphafshögg næst holu á 8/17 braut – Oddgeir Sæmundur Sæmundsson

Lengsta upphafshögg kvenna á 3/12 braut – Helga Kristín Sæbjörnsdóttir

Lengsta upphafshögg karla á 3/12 braut – Sindri Snær Oddgeirsson

Í lokin var svo dregið úr nöfnum þeirra sem ekki höfðu unnið til verðlauna um veglega vinninga.

Mótenefnd og stjórn GD þakkar öllum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Maríu Sigríði Daníelsdóttur, Sigurði Jónssyni og DANCO færum við bestu þakkir fyrir glæsileg og fjölmörgum verðlaun og útdráttarverðlaun og stuðning við klúbbinn okkar.

Hér fylgja með nokkrar myndir frá mótinu. 

                    

DANCO styrktarmót Dalbúa verður 9. september – taka 2.

Ágætu kylfingar

Þá er komið að styrktarmóti golfklúbbsins Dalbúa og DANCO heildverslunar en það verður laugardaginn 9. september en við frestuðum um eina viku vegna veðurs.

Um er að ræða 18 holu Texas scramble mót og er fólk beðið um að skrá sig sem lið og gefa þannig upp með hverjum þau vilja helst spila í holli.

Við lofum góðri skemmtun og félagsskap.  Þetta verður geggjað.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna. GolfBox Tournament