Meistaramót Dalbúa verður 5.-6. júlí

Kæru Dalbúar

Meistaramótið okkar verður 5. – 6. júlí. Við munum bjóða upp á þrjá flokka fyrir konur og karla.  Ræst verður út á 1. teig föstudaginn 5. júlí kl. 14:00 og laugardaginn 6. júlí frá 10:00.

Búið er að panta gott veður og reiknum með skemmtilegri helgi.

Stefnum svo að því að vera svo með húllumhæ að úrslitum loknum á laugardeginum. Matur og verð fyrir hann verður auglýst síðar.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna: GolfBox Tournament