Næsta mánudag, 7. júlí, reiknum við með því að grafa fyrir og setja niður vatnslagnir við grínin hjá okkur. Stefnt er að því að klára hvert grín fyrir sig og fara yfir á það næsta.
Það er von okkar að þetta trufli golfara ekki en þið megið gjarnan vinka þeim sem sinna þessu fyrir okkur og þakka þeim fyrir þeirra störf.
Okkur og vallarnefnd vantar nokkrar vinnufúsar hendur til þess að klára þetta verk á sem skemmstum tíma og biðjum við ykkur sem hafið tök á því um það að vera í sambandi við Harald Ólafsson formann vallarnefndar um það í síma 664 0370.
Við minnum svo á meistaramótið okkar sem hefst á morgun föstudag kl. 14:00.