Danco styrktarmót Dalbúa verður laugardaginn 2. september

Ágætu kylfingar

Þá er komið að styrktarmóti golfklúbbsins Dalbúa og DANCO heildverslunar en það verður laugardaginn 2. september.

Um er að ræða 18 holu Texas scramble mót og er fólk beðið um að skrá sig sem lið og gefa þannig upp með hverjum þau vilja helst spila í holli.

Við lofum góðri skemmtun og félagsskap.  Þetta verður geggjað.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna. GolfBox Tournament

Góð golfkennsla 11. og 12. ágúst.

Örn Ólafsson golfkennari var með tveggja daga opið námskeið fyrir okkur á Dalbúa síðasta föstudag og laugardag.  Í heildina þá mættu tæplega 30 aðilar á öllum aldri til okkar.  Farið var yfir pútt, járnin, stutta spilið og vipp á námskeiðinu.  Við munum örugglega endurtaka þetta síðar.

Takk kærlega fyrir komuna gott fólk.

Fontana golfmót Dalbúa fer fram laugardaginn 19. ágúst

Fontana golfmótið, sem er eitt af skemmtilegasta golfmótunum okkar, verður laugardaginn 19. ágúst.

Ræst er á öllum teigum kl. 10:00. Um er að ræða 18 holu punktamót þannig að allir eiga jafna möguleika á að vinna til fjölmargra vinninga sem Fontana, einn af styrktaraðilum Dalbúa, er með á boðstólnum. Einnig verður dregið úr skorkortum.

Gaman væri að sjá ykkur sem flest.

Skráning og frekari upplýsingar eru á golfbox: GolfBox Tournament

Glæsilegt og skemmtilegt Föndru kvennamót

25 ára afmælismót Föndru fór fram hjá okkur á Dalbúa laugardaginn 22.júlí í blíðskaparveðri.

42 konur mættu til leiks og almenn gleði og ánægja með þetta skemmtilega mót.

Svona fóru úrslitin :

1.sæti = Gróa Ásgeirsdóttir

2.sæti = Bergþóra Ragnarsdóttir

3.sæti = Margrét Helgadóttir

https://www.golfbox.dk/portal/golf_info/gbtourframe.asp?language=1039#/competition/3977371/results

Næst holu á 5.braut = Heiðrún Hauksdóttir

Lengsta drive á 3.braut = Kristín Eiríksdóttir

Lengsta drive á 7.braut = Hildur Björk Guðmundsóttir

Við þökkum þessum dásamlegu konum fyrir komuna til okkar á Dalbúa og þökkum Föndru og Björgu og Ingvari kærlega fyrir glæsilegt og skemmtilegt mót.

Golfnámskeið fyrir yngri og eldri

Það er gaman að segja frá því að við höfum fengið Örn Ólafsson til þess að mæta til okkar á Dalbúa með golfnámskeið fyrir yngri og eldri þar sem ferið verður yfir pútt, járn, stutta spilið og vipp. 

Námskeiðið er opið og verður hjá okkur á æfingarsvæði Dalbúa 11. og 12. ágúst. (sjá auglýsingu)

Látið þetta ekki framhjá ykkur fara.

Skráning fer fram á dalbui@dalbui.is