Í golfinu ég gleði fann
gáska og engar þrautir.
Oft mig dreymir Dalbúann
og dásamlegar brautir.
Höf. Hjálmar Jónsson
Fyrsta mót sumarsins verður 8. júní
Þá er komið að fyrsta móti sumarsins í samstarfi við einn af samstarfsaðilum Golfklúbbsins Dalbúa, Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Mótið verður laugardaginn 8. júní og ræsum við út kl. 10:00. Við sjáumst hress og kát.
Ræst verður út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um aðskrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér:
Opnun vallar
Við reiknum með að opna hjá okkur á fallega Dalbúa á föstudaginn næsta. Gaman verður að sjá ykkar á vellinum okkar í sumar.
Fín mæting á vinnudegi.
Það var fín mæting á vinnudegi hjá okkur laugardaginn 18. maí þar sem nýir og eldri félagar mættu og tóku til hendinni. Helgina áður mættu svo nokkrir félagar og tóku til í skálanum. Takk kærlega fyrir ykkar framlag. Við fengum svo að hitta Siggu Dóru Matthíasdóttur sem verður með Katrínu okkar í skálanum í sumar.
Enn liggur ekki fyrir hvenær við opnum völlinn formlega en það styttist á það og við munum láta ykkur vita. Eyjólfur vallarstjóri man ekki eftir jafn góðu ástandi á grínum á vellinum í upphafi sumars.
Þetta sumar verður gott hjá okkur á Dalbúa og við hlökkum til að taka á móti ykkur.
Vinnudagur Golfklúbbsins Dalbúa verður 18. maí
Kæru Dalbúar!
Við í Golfklúbbnum Dalbúa ætlum að vera með vinnudag laugardaginn 18. maí. Á vinnudegi verða verkefnin þau sömu og við þekkjum frá fyrri vinnudögum. Mæting kl. 10:00 og við reiknum með að klára í kringum 14:00.
Vallarnefndin okkar mun eins og áður skipuleggja það sem gera þarf en það væri afar ánægjulegt að sjá ykkur sem flest þennan dag, því margar hendur vinna létt verk.
Sérstaklega væri gaman að sjá nýja félagsmenn en þeir hafa á þessum degi tækifæri til að kynnast félagsmönnum og mynda tengsl sín á milli.
Að loknum vinnudegi verður eitthvað gott í gogginn fyrir vinnumenn/konur og eitthvað fljótandi með.
Góðar Dalbúa kveðjur
Gísli B. Ívarsson formaður GD
Góð viðbót á Dalbúa
Þessir “gaurar” bíða eftir því að komast út að vinna.
Við opnum bráðum
Næsta laugardagsmorgun frá 10:00 – 12:00 ætlum við að mæta nokkur í skálann okkar og þrífa aðeins og gera skálann kláran fyrir sumarið en við opnum völlinn vonandi fljótlega.
Margar hendur vinna létt verk.
Gleðilegt sumar
Gleðilegt sumar ágætu kylfingar
Við erum á því að Dalbúi sé fallegasti og skemmtilegasti sveitavöllurinn á Íslandi, og það er hagstætt og gott að vera félagi í Golfklúbbnum Dalbúa.