Glæsilegt meistaramót fór fram hjá okkur 5. og 6. júlí. Anna Helgadóttir og Anthony Karl Flores eru glæsilegir klúbbmeistarar 2024.
Mótinu verður gerð betri skil á næstunni.
Miðdal, Laugarvatni
Glæsilegt meistaramót fór fram hjá okkur 5. og 6. júlí. Anna Helgadóttir og Anthony Karl Flores eru glæsilegir klúbbmeistarar 2024.
Mótinu verður gerð betri skil á næstunni.
Kíkið endilega við hjá okkur í klúbbhúsinu og sjáið hvað við eigum til af sérmerktum Dalbúa golfvörum.
Kæru Dalbúar
Meistaramótið okkar verður 5. – 6. júlí. Við munum bjóða upp á þrjá flokka fyrir konur og karla. Ræst verður út á 1. teig föstudaginn 5. júlí kl. 14:00 og laugardaginn 6. júlí frá 10:00.
Búið er að panta gott veður og reiknum með skemmtilegri helgi.
Stefnum svo að því að vera svo með húllumhæ að úrslitum loknum á laugardeginum. Matur og verð fyrir hann verður auglýst síðar.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna: GolfBox Tournament
Nú er komið að Jónsmessumótinu okkar skemmtilega þar sem spilaðar verða 9 holur og eitthvað gott svo sett á grillið að móti loknu. Mótið verður föstudaginn 21. júni.
Matur/grill + drykkur að loknu móti er innifalinn í mótsgjaldinu.
Mótið hefst kl 20.00 og verður ræst út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi. Skráning og frekari upplýsingar er að finna á golfbox: GolfBox Tournament
Kristal heilsumót Dalbúa mótið fór fram laugardaginn 8. júní. Þetta var fyrsta mót sumarsins. Hitastigið hefði mátt vera hærra og lognið í upphafi meira en sólin og keppnisskapið hélt á okkur hita.Mótið var haldið í samstarfi við Ölgerðina sem er einn af samstarfsaðilum okkar.
Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem hámarksforgjöf var 28 fyrir karla og 36 fyrir konur.Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Ölgerðarinnar, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum. Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.
Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir flottan dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju. Sérstakar þakkir skilum við til Ölgerðarinnar fyrir þeirra framlag.
Úrslit konur: 1.sæti – Sveinbjörg Ingvarsdóttir, 36 punktar
2.sæti – Anna Svandís Helgadóttir, 34 punktar
3.sæti – Jóna Hjálmarsdóttir, 32 punktar
Úrslit karlar:
1.sæti – Guðmundur Hauksson, 36 punktar
2.sæti – Ólafur Ragnar Ingvarsson, 34 punktar
3.sæti – Snæbjörn Stefánsson, 33, punktar
Lengsta högg kvenna á þriðju braut, Helga Kristín Sæbjörnsdóttir
Lengsta högg karla á þriðju braut, Kristján Víkingur Helgason
Næst holu á 5./14. braut Grétar Karlsson
Næst holu á 8./17. braut Jóna Hjálmarsdóttir
Hér fylgja með nokkrar myndir.
Kæru teigarhafar á Dalbúa.
Sú skemmtilega hefð hefur skapast að nokkrar konur í klúbbnum okkar eiga sína rauðu teiga.
Gaman væri ef þið hafið tök á að koma ykkar merkingu út á völlinn á sinn stað og skreyta aðeins en merkingarnar bíða núna fyrir utan skálann okkar.
Góðar Dalbúa kveðjur
Gísli B. Ívarsson formaður.
Í golfinu ég gleði fann
gáska og engar þrautir.
Oft mig dreymir Dalbúann
og dásamlegar brautir.
Höf. Hjálmar Jónsson
Þá er komið að fyrsta móti sumarsins í samstarfi við einn af samstarfsaðilum Golfklúbbsins Dalbúa, Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Mótið verður laugardaginn 8. júní og ræsum við út kl. 10:00. Við sjáumst hress og kát.
Ræst verður út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um aðskrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér:
Við reiknum með að opna hjá okkur á fallega Dalbúa á föstudaginn næsta. Gaman verður að sjá ykkar á vellinum okkar í sumar.
Það var fín mæting á vinnudegi hjá okkur laugardaginn 18. maí þar sem nýir og eldri félagar mættu og tóku til hendinni. Helgina áður mættu svo nokkrir félagar og tóku til í skálanum. Takk kærlega fyrir ykkar framlag. Við fengum svo að hitta Siggu Dóru Matthíasdóttur sem verður með Katrínu okkar í skálanum í sumar.
Enn liggur ekki fyrir hvenær við opnum völlinn formlega en það styttist á það og við munum láta ykkur vita. Eyjólfur vallarstjóri man ekki eftir jafn góðu ástandi á grínum á vellinum í upphafi sumars.
Þetta sumar verður gott hjá okkur á Dalbúa og við hlökkum til að taka á móti ykkur.