Fontana golfmótið, sem er eitt af skemmtilegasta golfmótunum okkar, verður laugardaginn 19. ágúst.
Ræst er á öllum teigum kl. 10:00. Um er að ræða 18 holu punktamót þannig að allir eiga jafna möguleika á að vinna til fjölmargra vinninga sem Fontana, einn af styrktaraðilum Dalbúa, er með á boðstólnum. Einnig verður dregið úr skorkortum.
Það er gaman að segja frá því að við höfum fengið Örn Ólafsson til þess að mæta til okkar á Dalbúa með golfnámskeið fyrir yngri og eldri þar sem ferið verður yfir pútt, járn, stutta spilið og vipp.
Námskeiðið er opið og verður hjá okkur á æfingarsvæði Dalbúa 11. og 12. ágúst. (sjá auglýsingu)
Meistaramót Dalbúa fór fram helgina 15. og 16. júlí í ágætis veðri og eru Anthony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2023. Leikinn var 2 x 18 höggleikur með og án forgjafar og síðan var bætt við auka flokki þar sem leikið var 2 x 9 holu keppni sem hentar vel fyrir suma félaga okkar. Eiríkur Þorláksson félagi okkar og gjaldkeri var ræsir á mótinu og fór vel yfir staðarreglur og almennar reglur.
Úrslit í höggleik var þannig að Anthony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 170 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 186 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Guðmundur Hauksson og Anna Svandís Helgadóttir og í 3. sæti urðu svo Örn Helgi Haraldsson og og Ása Þorkelsdóttir. Í höggleik með forgjöf voru svo Þorvaldur Ingimundarson og Sveinbjörg Ingvarsdóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Þórður Heiðar Jónsson og Bryndís Scheving og í 3. sæti enduðu Eyjólfur Óli Jónsson og Valgerður Sveinbjörnsdóttir. Í auka flokknum, sem kom nýr í ár, inn var svo Ólafur Ragnar Ingvarsson í 1. sæti hjá körlum og Guðbjörg Ingólfsdóttir hjá konum, í 2. sæti urðu svo Arnar Olsen Richardsson og Klara Lísa Hervaldsdóttir. Benedikt Guðmundsson og Björg Benediksson voru svo í 3. sæti þar. Í restina var svo dregið um allskonar golf glaðninga úr skorkortum þeirra sem ekki höfðu unnið til verðlauna.
Almenn ánægja þátttakenda er með tveggja daga fyrirkomulag á meistaramótinu og þessa þrjár mismunandi flokka og verður það örugglega endurtekið næsta ár.
Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamót Föndru sem fram fer næsta laugardag.
Sigrún María Ingimundardóttir og Anthony Karl Flores sigruðu meistaramót Dalbúa sem fram fór um helgina. Úrslitum verða gerð betri skil síðar í vikunni.
Meistaramótið okkar verður 15. – 16. júlí. Við munum bjóða upp á þrjá flokka fyrir konur og karla. Búið er að panta gott veður og reiknum með skemmtilegri helgi.