Meistaramót Dalbúa – Skráning er til kl. 19:00 í dag

Ágætu Dalbúar

Skráningu í meistaramótið okkar lýkur kl. 19:00 í dag og við munum svo birta rástímana síðar í kvöld. Veðurguðirnir virðast ætla að vera okkur nokkuð hliðhollir.  Við munum svo birta rástíma síðari dagsins í eftirmiðdaginn á laugardag.

Eftir verðlaunaathöfnina á sunnudaginn munum við draga úr skorkortum fríspil sem við erum með hjá nokkrum golfvöllum á sv horninu þar sem allir spilarar sem mæta á eiga jafna möguleika.

Skráning er á Golfbox: GolfBox Tournament

Það verður gaman að eiga með ykkur góða helgi á Dalbúanum okkar.