Spennandi fyrri dagur á meistaramóti

Það voru fínar aðstæður til að spila golf á vellinum okkar í morgun.

Eftir fyrri dag eru þær Sigrún María Ingimundardóttir og Margrét Björk Jóhannsdóttir jafnar í fyrsta til öðru sæti í höggleik og Bryndís Schewing í því þriðja. Hjá körlunum leiðir Magnús Gunnarsson en fast á hæla hans kemur Anthony Karl Flores.

Í höggleik með forgjöf er í fyrsta sæti Margrét Björk Jóhannsdóttir og Bryndís Schewing í öðru sæti. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru svo Heiðrún Hauksdóttir og Anna Svandís Helgadóttir.

Það verður annar spennandi dagur hjá okkur á morgun og alls óvíst hverjir verða klúbbmeistarar Dalbúa 2022.