Fyrsta golfmót sumarsins verður 20. júní

Fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbnum Dalbúa verður árvissa Jónsmessumótið okkar og eigum við von á góðri þátttöku og reiknum með góðu veðri þannig að við fáum að njóta blíðunnar og frábæra vallarins okkar sem allra best.

Mótið hefst kl 10.00 og verður ræst út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.

Við munum leika 18 holur eftir Greensome fyrirkomulagi, tveir spila saman.     Skráning á Golfbox

Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.