Vel heppnaður vinnudagur

Það var góð mæting og gott veður á vinnudeginum okkar í gær, laugardag, en rúmlega 30 manns mættu á svæðið og lögðu hönd á plóginn, en Haraldur formaður vallarnefndar, Eyjólfur Óli, Anthony, ásamt Bryndísi formanni deildu út verkefnum og stýrðu framkvæmdum.

Í lok dagsins var boðið upp á veitingar í vökva og föstu formi og tóku einhverjir golfhring í kjölfarið.

Nú er völlurinn formlega opnaður og þykir hann koma mjög vel undan vetri.

Gleðilegt golf sumar og takk fyrir góðan og vel sóttan vinnudag.