Helgi Jökull og Sveinn Ingvar sigruðu Jónsmessumótið

Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa fór fram laugardaginn 20. júní. Búið var að lofa góðu veðri en rétt eftir að kylfingar lögðu í hann upp úr kl. 10:00 stytti upp og hélst þurrt það sem eftir lifði dagsins.  Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.

Úrslit mótsins voru þannig að Helgi Jökull Hilmarsson og Sveinn Ingvar Hilmarsson vorur í 1. sæti með 79 högg, í 2. sæti voru Antony Karl Flores og Eyjólfur Óli Jónsson á 81 höggi og í 3. sæti voru  Ragnar Þórisson og Sæmundur Árnason á 83 höggum.  Önnur úrslit voru svo að Klara Lísa Hervaldsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju holu en Antony Karl Flores var með lengsta högg hjá körlum. Antony Karl Flores var svo næstir holu á 5. braut og Eyjólfur Óli Jónsson á 8. braut.

Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og minna á næsta mót sem er Meistaramótið sem fram fer 11. júlí.