Fyrsti vinnudagur sumarsins 2018

Vinnudagur Dalbúamanna var laugardaginn 19. maí. Sæmileg mæting var en veðrið var nú ekki upp á það besta 🙁

Farið var í að sópa flatir og sá fræjum. Pallurinn var hreinsaður og er þá tilbúinn til málunar. Ruslaföstur og annað sem tengist vellinum var sett út. Allir fengur grillaðann hamborgara og hressingardrykk að vinnudegi loknum. Og nú bíðum við bara eftir sólinni og góða veðrinu.

 

Kæru Dalbúar

Kæru Dalbúar
Það er ekki margt sem minnir á sumarið síðustu dagana – snjóbylur, kuldi og rok – minnir örlítið meira á febrúar en maí. En samkvæmt almanakinu er komið sumar og því ber að fagna, og vonandi er ekki langt í að við getum farið að spila á vellinum okkar góða og átt þar glaðan dag.  Continue reading “Kæru Dalbúar”