Styrktarmót Dalbúa og Símans 25.08.2018

Stórskemmtilegt mót með glæsilegum verðlaunum í boði Símans.

Leikformið er Texas Scramble deilt með 3, þar sem hámarksforgjöf karla er 28 og hámarksforgjöf kvenna er 34; vallarforgjöf beggja keppenda er lögð saman og deilt í með þremur; keppnisforgjöf liðs getur þó ekki orðið hærri fyrir viðkomandi lið en þess keppanda sem er með lægri vallarforgjöfina

(Athugið: Ekki taka mark á forgjöfinni sem birtist við skráningu á golf.is, þar sem hún er ekki í takt við ofangreinda reikniformúlu).

Athugið: Ekki er hægt að vinna til verðlauna nema hafa löglega forgjöf.

Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að skrá liðið saman á rástíma (skráning rástíma er þó að eins til skráningar, þar sem allir verða ræstir út á sama tíma).

Allir keppendur fá teiggjafir ásamt hamborgara að hætti hússins að móti loknu í boði Símans.

Verðlaun:

Vegleg verðlaun í boði Símans, en auk þess verða veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg karla og kvenna á valinni braut og fyrir upphafshögg næst holu á par 3. brautum vallarins. – Loks verður veglegur vinningur dreginn úr skorkortum keppenda (aðeins þeirra sem ekki hafa þegar unnið til verðlauna)

Mótsgjald er 4.000 kr. á hvern þátttakanda, en þar sem um styrktarmót Dalbúa er að ræða þá er keppendum frjálst að greiða meira en mótsgjaldið. Þá býðst fyrirtækjum að styrkja klúbbinn og greiða 10.000 kr. fyrir keppnislið í sínu nafni.

Allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum Í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins.

 

  1. Sæti: Fitbit Alta heilsuúr https://vefverslun.siminn.is/vorur/aukahlutir_new/lifstill/listill_gadget/fitbit_alta_hr_black_large/#pv_14443
  2. Sæti: Titleist derhúfa, FootJoy skópoki og Zipp þráðlaus hátalarihttps://vefverslun.siminn.is/vorur/aukahlutir_new/hatalarar/bluetooth_hatalarar/libratone_zipp_mini/#pv_14353
  3. Sæti: Titleist derhúfa, FootJoy skópoki og Orkukubburhttps://vefverslun.siminn.is/vorur/aukahlutir_new/lifstill/listill_gadget/fitbit_alta_hr_black_large/#pv_14443

Nándarverðlaun: Titleist derhúfa, FootJoy skópoki og PopSocket https://vefverslun.siminn.is//vorur/aukahlutir_new/hitt_thetta/popsocket/#pv_14059

Dregið úr skorkortum (muna að taka út þá sem lentu í verðlaunasætum
Video Dyrabjalla

https://vefverslun.siminn.is//vorur/aukahlutir_new/lifstill/listill_gadget/video_dyrabjalla_svort/

Orkukubbur
https://vefverslun.siminn.is/vorur/sumar_2018/xqisit_10400/#pv_13161

Meater þráðlaus grillhitamælir
https://vefverslun.siminn.is/vorur/sumar_2018/meater_maelir/#pv_14510