Úrslit í kvennamóti Dalbúa 2018

Lavera kvennamótið var haldið í dag í blíðskaparveðri. Sólin lét sjá sig konum til mikillar gleði og var hitinn um og yfir 18 ° gráður.

15 konur mættu til leiks og höfðu gaman að. Þær fóru allar sáttar heim með flottar snyrtivörur og sól í hjarta.

Úrslitin voru:

1. sæti Þórunn Jóna Hauksdóttir
2. sæti Rannveig Hjaltadóttir
3.sæti Bjarndís Lárusdóttir

Lengsta teighögg á 3.braut:
Berglind Ósk Geirsdóttir

Næst holu á 5.braut:
Sigurlaug J. Friðriksdóttir

Næst holu á 8.braut:
Kristín Mogensen