Kvennamót Dalbúa 2018

Kvennamót Dalbúa verður laugardaginn 11. ágúst klukkan 10.

Konur fjölmennum og skemmtum okkur saman í þessu flotta móti.
Spilaðar verða 9 holur (1 hringur). Allar konur fá flottar teiggjafir frá Lavera og vinningarnir eru mjög glæsilegir en þeir eru allir frá Lavera.

Lavera eru þýskar náttúrulegar og vottaðar lífrænar húðvörur sem notið hafa mikilla vinsælda í 30 ár!

Súpa og léttar veigar verða að leik loknum á sanngjörnu verði.
Skráning og nánari upplýsingar eru á golf.is