Lokamót Dalbúa laugardaginn 15. sept. 2018

Kæru félagsmenn!

Þar sem sumri er farið að halla og stutt eftir af golftímabilinu langar okkur í stjórninni að hafa mót fyrir félagsmenn laugardaginn 15. september. Það væri gaman að hittast, spila léttan og líflegan golfhring og enda daginn á grillveislu í skálanum okkar þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman.

Að þessu sinni verður golfmótið 9 holu punktamót og eiga því allir félagsmenn góða möguleika á verðlaunasætum!

Við endum daginn á grillveislu í skálanum okkar þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman.

Vegleg verðlaun eru fyrir 1. 2. og 3. sæti. Einnig verða veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg á 3. braut og nándarverðlaun á 5. og 8. braut.

Verð: 5.500 (golf + grill)

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á þetta síðasta mót sumarsins og gera sér glaðan dag saman!

Allar nánari upplýsingar eru á golf.is

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Kveðja,
stjórnin

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *