Meistaramót Dalbúa 2018 úrslit

  • Meistaramót Dalbúa 2018

Meistaramót Dalbúa fór fram laugardaginn 28. júlí og hófst í blíðskaparveðri kl. 10.00 um morguninn þegar fyrsti ráshópur var ræstur af stað, en eftir hádegi  varð nokkur úrkoma sem varð til þess að gera keppendum nokkuð erfiðara fyrir á vellinum, sem hefur tekið miklum framförum undanfarnar vikur.

Samkvæmt venju var leikinn höggleikur án forgjafar, bæði í karla-og kvennaflokkum, og hlaut sigurvegari í hvorum flokki titilinn klúbbmeistari Dalbúa 2018. Jafnframt voru  veitt sérstök verðlaun fyrir besta skor í höggleik með fullri forgjöf, og voru þessi verðlaun hugsuð til að gera keppni  jafnari og meira spennandi fyrir marga keppenda, sem áttu góða möguleika á að standa sig vel í þessum flokki.

Úrslitin urðu þau að klúbbmeistarar urðu þau Böðvar Schram í karlaflokki og Sigrún María Ingimundardóttir í kvennaflokki. Sigrún María var einnig með besta skor kvenna í höggleik með fullri forgjöf, en í karlaflokki var Eyjólfur Óli Jónsson með besta skorið í höggleik með fullri forgjöf.

Næsta mót á dagskrá Dalbúa verður haldið 11. ágúst n.k., en það er Lavera kvennamót Dalbúa.

Kvennamót Dalbúa hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár, og nú er Lavera sérstakur styrktaraðili mótsins. Keppnin er punktakeppni með forgjöf, og spilaðar verða 9 holur (1 hringur). Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna og taka með sér vinkonur og aðrar kátar konur til að halda uppi fjörinu.

Höggleikur karla:
1.sæti Böðvar Schram (102)
2.sæti Hafsteinn Daníelsson (105) 52
3.sæti Eyjólfur Óli Jónsson (105) 53
Höggleikur m. forgjöf
1.sæti Eyjólfur Óli Jónsson (81)
2.sæti Anthony Karl Flores (82)
3.sæti Böðvar Schram (85)
Höggleikur kvenna:
1.sæti Sigrún María Ingimundardóttir (95)
2.sæti Hafdís Ingimundardóttir (105)
3.sæti Bryndís Scheving (112)
Höggleikur m.forgjöf
1.sæti Sigrún María Ingimundardóttir (83)
2.sæti Bryndís Scheving (85)
3.sæti Hafdís Ingimundardóttir (88)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *