
Það lítur vel út með veðrið næstu helgi fyrir meistaramót Dalbúa.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér: GolfBox Tournament
Það lítur vel út með veðrið næstu helgi fyrir meistaramót Dalbúa.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hér: GolfBox Tournament
Meistaramót Dalbúa 2021 verður laugardaginn 10. júlí og 11. júlí. Ræst verður út af fyrsta teig kl. 10:00. Skráningu lýkur kl. 18:00 föstudaginn 9. júlí.
Skráning á mótið er hérna: GolfBox Tournament
Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa og Krambúðarinnar fór fram föstudaginn 2. júlí. kl. 20:00. Búið var að lofa góðu veðri eftir að við þurfum að fresta móti um viku vegna veðurs en aðstæður voru góðar og skemmtilegt að spila inn í bjarta sumarnótt og klára í kringum miðnættið. Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.
Úrslit mótsins voru þannig að Árni Jóhannes Valsson og Birgir Ari Hilmarsson voru í 1. sæti, í 2. sæti voru Björn Vilhelmsson og Laufey Erlendsdóttir og í 3. sæti voru Anna Svandís Helgadóttir og Snæbjörn Stefánsson. Önnur úrslit voru svo að Jóna Hjálmarsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju braut en Björn Vilhjálmsson var með lengsta högg hjá körlum. Árni Jóhannes Valsson var svo næstur holu á 5. braut (2,7m) og Ragnar Haraldsson á 8. braut (36 cm). Einnig var dregið úr nöfnum þátttakenda um 8 x 10.000 króna gjafakort frá Samkaup / Krambúðinni
Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og þakkar Krambúðinni, sem var aðal styrktaraðili mótsins kærlega fyrir stuðninginn. Það er ljóst að þetta mót og þetta fyrirkomulag mótsins er komið til þess að vera.
Við minnum svo á Meistaramót GD sem fram fer 10 og 11. júlí.
Skráning í Jónsmessumót Golfklúbbsins Dalbúa / Krambúðarinnar er til hádegis á morgun en við ræsum út kl. 20:00 annað kvöld.
Okkur er lofað góðu veðri og við lofum frábærum félagsskap.
Hér er hægt að skrá sig: GolfBox Tournament
Þá er aftur komið að skráningu í Jónsmessumót Dalbúa og Krambúðarinnar sem við neyddumst til þess að fresta vegna óhagstæðrar veðurspár á föstudaginn en núna er okkur lofað algjörlega frábæru veðri.
Mótið hefst kl. 20:00 á föstudaginn næsta og endar í kringum miðnættið í klúbbhúsinu okkar.
Skráning og nánari upplýsingar er að finna hér: GolfBox Tournament
Sælt veri fólkið
Vegna óhagstæðrar og óvissrar veðurspár þá neyðumst við til þess að fresta golfmótinu um eina viku. Við vonum að þetta komi sér ekki illa fyrir ykkur en okkur er lofað góðu veðri næsta föstudag.
F.h. mótanefndar. Gísli B. Ívarsson
Við minnum á að skráningum í Jónsmessumót Dalbúa og Krambúðarinnar lýkur á morgun.
Sú gula er að kíkja á okkur í dag og mun vonandi gera það líka á föstudagskvöldið.
Þá er það fyrsta golfmót sumarsins sem fram fer föstudaginn 25. júní kl. 20:00.
Glæsilegir vinningar og útdráttarvinningar frá Krambúðinni / Samkaup. Skráning er hafin á Golfbox.
Við hlökkum til að sjá ykkur.
Þá liggur fyrir með golfmót sumarsins. Skráningar á mótin munu fara fram í gegnum golfbox.
Þetta verður frábært sumar hjá okkur.
Það tókst einstaklega vel til á hreinsunardeginum hjá okkur 8. maí og í lokin voru grillaðir hamborgarar og boðið upp á kalda drykki. Völlurinn kemur mjög vel undan vetri.
Takk kærlega fyrir samveruna þið sem höfðuð tök á að vera með.