Aðalfundur

Kæru félagsmenn

Á morgun verður aðalfundur GD haldinn á Stórhöfða 31, 3. hæð í fundarherbergi Heklu, -vestur salur klukkan 19:30, inngangur frá Stórhöfða 31. Fundurinn verður einnig á Zoom fyrir þá sem það vilja. Núverandi samkomutakmarkanir miðast við 50 manns en salurinn sem um ræðir er fyrir 20 manns og er því svigrúm fyrir nokkra félagsmenn. Öllum sóttvörnum verður fylgt eftir eins og vera ber. Þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir að senda formanni staðfestingu á mætingu.

Hlökkum til að hitta ykkur sem flest á morgun, annaðhvort í eigin persónu eða á netinu.

Kaffi og meðlæti verður á staðnum.

Hlekkur á fundinn fyrir þá sem það kjósa: https://eu01web.zoom.us/j/62829575215

Bestu kveðjur,

Bryndís Scheving, formaður GD