Aðalfundur Dalbúa 26. nóvember verður fjarfundur

 Kæru félagar Aðalfundur sem auglýstur var þann 26.nóvember verður fjarfundur að þessu sinni þar sem fjöldatakmörkun miðast enn við 10 manns.

Fjarfundur gefur félagsmönnum tækifæri til þess að vera með á fundinum og hafa atkvæðisrétt um þau mál sem lögð vera fyrir á fundinum.

Vinsamlegast sendið tölvupóst á dalbui@dalbui.is til þess að staðfesta veru ykkar á fundinum. Þeir sem staðfesta komu sína fá sendan hlekk á fundinn þegar nær dregur.

Kærar kveðjur, f.h. stjórnar, Bryndís Scheving, formaður GD

Takk fyrir frábært sumar

Ágætu Dalbúar

Nú haustar á okkar fallega landi sem þýðir eitt fyrir okkur í Golfklúbbnum Dalbúa, lokun vallarins. Um liðna helgi mættu nokkrir vaskir sveinar til þess að aðstoða mig við frágang á vellinum. Sorptunnur voru fjarlægðar af vellinum, teigmerkin flottu með nöfnum þeirra kvenna sem fóstra teigana sett í geymslu, vökvunarkerfið tekið inn ásamt fjarlægðarstikum og teigmerkingum og sitthvað fleira. Golfvöllurinn er því kominn í vetrarbúning með vetrarteigum og flötum. Það er gert til þess að hlífa þessum viðkvæma hluta vallarins eins og kostur er og gefa ykkur félagsmönnum tækifæri til þess að spila á vellinum eins lengi og veður leyfir.

Munið bara að ,,tía“ upp til þess að hlífa grasinu sem úr þessu fer að verða afar viðkvæmt fyrir kylfunum. Sumarið leið furðu fljótt við leik og störf. Ásókn á völlinn okkar var mjög mikil og oft það mikil um helgar að boltarennan var smekkfull af golfboltum og biðin þ.a.l. oft ansi löng eftir að komast á teig. Flestir tóku því með bros á vör, sérstaklega þar sem veðrið lék oftar en ekki við okkur í Miðdalnum. Það er von mín að þið hafið notið sumarsins vel og haft margar ánægjustundir á golfvellinum okkar góða. Hlakka til að hitta ykkur hress og kát á nýju golfári.

Kærleiks kveðjur til ykkar, Bryndís Scheving, formaður GD

Lokamót Dalbúa með einhverju óvæntu

Þar sem sumri er farið að halla og stutt eftir af golftímabilinu langar okkur í stjórninni að hafa mót fyrir félagsmenn laugardaginn 19.09.2020. Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00.

Það væri gaman að hitta sem flesta, spila léttan og líflegan golfhring og enda daginn á grillveislu í skálanum okkar þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman.

Að þessu sinni verður golfmótið 9 holu punktamót og eiga því allir félagsmenn góða möguleika á verðlaunasætum!

Við endum daginn á grillveislu í skálanum okkar þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman.

Vegleg verðlaun. Bara dregið úr skorkortum.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á þetta síðasta mót sumarsins og gera sér glaðan dag saman!

Allar nánari upplýsingar eru á golf.is

Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.

Bragi Dór og Sigurður Orri sigruðu Símamótið

Símamót Dalbúa fór fram síðustu helgi í blíðskapar veðri.  Rúmlega 40 kylfingar tóku þátt í mótinu en allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins okkar.  Leikjaform mótsins var Texas Scramble.

Úrslitið voru sem hér segir:

1. sæti.  Bragi Dór Hafþórsson og Sigurður Orri Hafþórsson

2. sæti.  Guðni Björnsson og Jón Jónsson

3. sæti.  Ríkharður Hrafnkelsson og Katrín Herta Hafsteinsdóttir

Upphafhögg næst holu á 5/14 braut – Sólveig J. Haraldsdóttir (3,44 m)

Upphafshögg næst holu á 8/17 braut – Andri Tómas Gunnarsson (85 cm)

Lengsta upphafshögg kvenna á 3/12 braut – Sólveig J. Haraldsdóttir

Lengsta upphafshögg karla á 3/12 braut – Jón Gunnarsson.

Mótenefnd og stjórn GD þakkar öllum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Símanum færum við bestu þakkir fyrir glæsileg verðlaun og stuðning.

Hér fylgja með nokkrar myndir frá mótinu.

Símamót Dalbúa fer fram laugardaginn 29. ágúst

Stórskemmtilegt mót með glæsilegum verðlaunum í boði Símans. Leikformið er Texas Scramble. Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00 og eru keppendur beðnir að skrá liðið saman á rástíma (skráning rástíma er þó að eins til skráningar, þar sem allir verða ræstir út á sama tíma). ​

Vegleg verðlaun í boði Símans, en auk þess verða veitt verðlaun fyrir lengsta teighögg karla og kvenna á valinni braut og fyrir upphafshögg næst holu á par 3. brautum vallarins. Loks verður veglegur vinningur dreginn úr skorkortum keppenda (aðeins þeirra sem ekki hafa þegar unnið til verðlauna) Allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum Í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins.

Skráning Golfbox lýkur 29.08.2020 kl 09:59. Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.

https://golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039#/competition/2450352/info

Örn Ólafsson og Kristín Þórisdóttir sigruðu Fontana golfmótið

Opna Laugarvatns Fontana mótið fór fram laugardaginn 15. ágúst.

Mótið er haldið í samstarfi við einn af aðal styrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf.

Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á valinni braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á par 3 brautum vallarins.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu  fyrir góðan dag og vinningar verða sendir í pósti.

Sérstakar þakkir til Laugarvatn Fontana

Úrslit konur:
1.sæti – Kristín Þórisdóttir með 26 punkta
2.sæti – Laufey Valgerður Oddsdóttir 24 punktar
3.sæti – Heiðrún Hauksdóttir 21 punktur

Úrslit karlar:
1.sæti – Örn Ólafsson 33 punktar
2.sæti – Eyjólfur Óli Jónsson 32 punktar
3.sæti – Anthony Karl Flores 31 punktar

Lengsta högg kvenna á þriðju braut Anja Erla

Lengsta högg karla á þriðju braut Gestur Gunnarsson

Næst holu á 5./14. braut Örn Ólafsson

Næst holu á 8./17. braut Árni Páll Hafþórsson  

Hér fylgja með nokkrar myndir.