Ruglað lokamót Dalbúa

Lokamót Dalbúa var 18. september en hefð er fyrir því að allskonar rugl og öðruvísi sé í gangi í þessu síðasta golfmóti sumarsins.

Sigurvegarar mótsins voru fundnir þannig að fyrirfram vara ákveðið að þeir spilara sem myndu lenda í ákveðnum sætum myndu búa til lið og fór það þannig að eftirfarandi aðilar skipuðu sigurliðið:  Logi Knútsson, Heiðrún Hauksdóttir, Sindri Snær Oddgeirsson, Anna Sigríður Erlingsdóttir og Eva Ægisdóttir.  Allir þessir sigurvegara mótsins fengu vegleg peningaverðlaun um hálsinn.

Önnur verðlaun voru sem hér segir:

1. braut = næst holu á flöt í 2 höggum  – Sindri Snær Oddgeirsson

3. braut = lengsta högg karla á braut eftir upphafshögg – Jón Oddur Davíðsson

3. braut = lengsta högg kvenna á braut eftir upphafshögg – Anna Sigríður Erlingsdóttir

5. braut = næst holu eftir upphafshögg – Guðni Kristinn Elíasson (1,02m)

6. braut = lengsta fjarlægð karla á braut af upphafsteig eftir 2 högg – Sindri Snær Oddgeirsson

6. braut = lengsta fjarlægð kvenna á braut af upphafsteig eftir 2 högg – Anna Svandís Helgadóttir

9. braut = næst miðju eftir upphafshögg – Klara Lísa Hervaldsdóttir (0,35m)

Dregið var svo úr öllum skorkortum þeirra sem tóku þátt en við náum að safna saman fjölmörgum glæsilegum verðlaunum þannig að það þurfti að taka aðra umferð í útdrætti úr skorkortum.  Kærar þakkir til allra sem lögðu sitt af mörkum þar.

Eftir mótið voru grillaðir hamborgar sem boðið var upp á.

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna í lokamóti Dalbúa og þökkum einnig fyrir góða þátttöku í golfmótum sumarsins.

Við sjáumst næsta sumar