Skráning í ruglað lokamót Dalbúa

Kæru Dalbúar

Skráningu í lokamótið okkar lýkur á morgun föstudag kl. 20:00 en það spáir bara ágætlega miðað við veðurspánna inni á Blika.is

Eins og hefð er fyrir þá verður allskonar rugl í gangi hjá okkur á lokamóti og fullt af glæsilegum og skemmtilegum vinningum sem dregnir verðar úr skorkortum.

Hér er allskonar sem verður öðruvísi.

1. braut = næst holu eftir tvö högg á flöt

2 högg á flöt

3. braut = lengsta högg á braut eftir upphafshögg

5. braut = næst holu eftir upphafshögg

6. braut = lengsta fjarlægð á braut af upphafsteig eftir 2 högg

8. braut = næst holu eftir upphafshögg

9. braut = næst miðju eftir upphafshögg

Við munum setja saman 3-4 manna leikmannalið eftir fyrirfram ákveðinni röð, þegar búið verður að slá inn skorkortin.

Það lið sem skorar best verður sigurvegarar mótsins.

Við munum svo bjóða upp á hamborgara og hafa góða stund í klúbbhúsinu eftir allt ruglið.

Skráning er hér: GolfBox Tournament