Skráning vegna styrktarmóts Dalbúa og DANCO

Skráning í Texas scramble styrktarmót Dalbúa og DANCO er til kl. 20:00 föstudaginn 3. september.

Ef þið eruð ekki með meðspilara er hægt að senda skeyti á gisli@igf.is og við gerum hvað við getum til þess að finna meðspilara. Einnig munum við reyna að verða við séróskum um holl til þess að spila með.

Fyrir mót mun DANCO bjóða upp á smá bakkelsi og kaffi en þeir eru styrktaraðilar þessa móts og klúbbsins okkar og eiga þeir bestu þakkir skildar.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna. GolfBox Tournament