Opna Laugarvatns Fontana mótið fór fram laugardaginn 13. ágúst í blíðskapar veðri. Mótið var fjölmennt og var ræst upp af öllum teigum með tveimur hollum á fjórum brautum sem gekk svona líka ljómandi vel.
Mótið er haldið í samstarfi við einn af aðal styrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana.
Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem karlar voru með hámarksforgjöf 28 og konur 36.
Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum en enginn náði því á 8/17. Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.
Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju.
Fontana golfmótið, sem er eitt af skemmtilegasta golfmótunum okkar, verður laugardaginn 13. ágúst.
Ræst er á öllum teigum kl. 10:00. Um er að ræða 18 holu punktamót þannig að allir eiga jafna möguleika á að vinna til fjölmargra vinninga sem Fontana, einn af styrktaraðilum Dalbúa, er með á boðstólnum. Einnig verður dregið úr skorkortum.
Glæsilegt kvennamót Dalbúa og Lavera fór fram laugardaginn 23. júlí í flottu golf veðri.
Hafdís Ingimundardóttir sigraði mótið, Anna Svandís Helgadóttir varð í öðru sæti og Guðbjörg Ingólfsdóttir í því þriðja. Önnur úrslit voru svo þannig að Hafdís Ingimundardóttir var með lengsta lengsta teighögg á þriðju braut. Við þetta tilefni var í fyrsta sinn afhentur farandbikar fyrir kvennamót Dalbúa, en gefandi bikarsins er Eygló Myrra Óskarsdóttir. Allar konur fengu svo glæsilegar teiggjafir. Einnig var dregið úr nokkrum skorkortum um verðlaun frá Lavera og Ölgerðinni. Í lok móts var svo í boði að kaupa gómsæta súpu á hagstæðu verði.
Mótanefnd þakkar öllum þessum frábæru konum sem tóku þátt fyrir komuna og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Við minnum svo á að næsta golfmót verður Fontana golfmótið þann 13. ágúst.
Að lokum þá þökkum við umboðsaðila Lavera kærlega fyrir glæsilega og veglega vinninga.
Meistaramót Dalbúa fór fram helgina 16 og 17. júlí í ágætis veðri og eru Magnús Gunnarsson og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2022. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar.
Úrslit í höggleik var þannig að Magnús Gunnarsson var í 1. sæti hjá körlum á 173 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 194 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Anthony Karl Flores og Magrét Björk Jóhannsdóttir og í 3. sæti urðu svo Júlíus Símon Pálsson og Bryndís Scheving. Í höggleik með forgjöf voru svo Magnús Gunnarsson og Bryndís Scheving í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Örn Helgi Harðarson og Margrét Björk Jóhannsdóttir og í 3. sæti enduðu svo Sigurður Jónsson og Anna Svandís Helgadóttir. Lengsta upphafshögg á 3/12 braut hjá körlum var svo hjá Oddgeiri Sæmundi Sæmundarsyni og hjá konum var það Anna Helgadóttir. Að lokum þá var Eyjólfur Óli Jónsson með upphafshögg næst holu (2,9 m) á 5/14 holu og María Ingimundardóttir næst holu (2,20 m) á 8/17 holu. Í restina var svo dregið um fríspil á nokkrum völlum á sv horninu úr skorkortum þeirra sem voru á staðnum.
Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamótið sem fram fer næsta laugardag.
Almenn ánægja þátttakenda virðist með tveggja daga fyrirkomulag á mótinu og verður það örugglega endurtekið næsta ár.
Það voru fínar aðstæður til að spila golf á vellinum okkar í morgun.
Eftir fyrri dag eru þær Sigrún María Ingimundardóttir og Margrét Björk Jóhannsdóttir jafnar í fyrsta til öðru sæti í höggleik og Bryndís Schewing í því þriðja. Hjá körlunum leiðir Magnús Gunnarsson en fast á hæla hans kemur Anthony Karl Flores.
Í höggleik með forgjöf er í fyrsta sæti Margrét Björk Jóhannsdóttir og Bryndís Schewing í öðru sæti. Jafnar í þriðja til fjórða sæti eru svo Heiðrún Hauksdóttir og Anna Svandís Helgadóttir.
Það verður annar spennandi dagur hjá okkur á morgun og alls óvíst hverjir verða klúbbmeistarar Dalbúa 2022.
Skráningu í meistaramótið okkar lýkur kl. 19:00 í dag og við munum svo birta rástímana síðar í kvöld. Veðurguðirnir virðast ætla að vera okkur nokkuð hliðhollir. Við munum svo birta rástíma síðari dagsins í eftirmiðdaginn á laugardag.
Eftir verðlaunaathöfnina á sunnudaginn munum við draga úr skorkortum fríspil sem við erum með hjá nokkrum golfvöllum á sv horninu þar sem allir spilarar sem mæta á eiga jafna möguleika.