Guðmundur Hauksson og Anna Svandís Helgadóttir sigruðu fyrsta mót sumarsins

Kristal heilsumót Dalbúa mótið fór fram laugardaginn 10. júní. Þetta var fyrsta mót sumarsins og í fyrsta skiptið þar sem keppendur skráðu sjálfir inn skor í gegnum Golfbox og mæltist það vel fyrir.  Hitastigið hefði mátt vera hærra og lognið meira en sólin og keppnisskapið hélt á okkur hita.

Mótið var haldið í samstarfi við Ölgerðina sem er einn af samstarfsaðilum okkar.

Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem hámarksforgjöf var 28 fyrir karla og 36 fyrir konur.

Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Ölgerðarinnar, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum.  Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.

Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu  fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju. Sérstakar þakkir skilum við til Ölgerðarinnar fyrir þeirra framlag.

Úrslit konur:
1.sæti – Anna Svandís Helgadóttir, 36 punktar
2.sæti – Margrét Björk Jóhannsdóttir, 35 punktar
3.sæti – Sveinbjörg Ingvarsdóttir, 28 punktar (betri seinni 9)

Úrslit karlar:
1.sæti – Guðmundur Hauksson, 36 punktar
2.sæti – Oddgeir, Sæmundur, Sæmundsson, 33 punktar (betri seinni 9)
3.sæti – Böðvar Þórisson, 33, punktar

Lengsta högg kvenna á þriðju braut, Petrína Sigurðardóttir

Lengsta högg karla á þriðju braut, Sigurður Karlsson

Næst holu á 5./14. braut Böðvar Þórisson (4,14 m)

Næst holu á 8./17. braut Elías Kristjánsson (2,55 m)

Hér fylgja með nokkrar myndir.