Skráningu í lokamótið okkar lýkur í dag kl. 20:00 en það spáir fallegu golfveðri fyrir þennan tíma sumarsins.
Eins og hefð er fyrir þá verður allskonar rugl í gangi hjá okkur á lokamóti og fullt af glæsilegum og skemmtilegum vinningum sem dregnir verða úr skorkortum.
Þar sem sumri er farið að halla og stutt eftir af golftímabilinu langar okkur í stjórninni að hafa mót fyrir félagsmenn laugardaginn 17.09 2022. Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00.
Það væri gaman að hitta sem flesta, spila léttan og líflegan golfhring og enda daginn á grillveislu þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman og vökva aðeins kverkarnar. Að þessu sinni verður golfmótið 9 holu punktamót og eiga því allir félagsmenn góða möguleika á verðlaunasætum!
Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á þetta síðasta mót sumarsins og gera sér glaðan dag saman!Allskonar verðlaun. Eitt og annað verður öðruvísi eins og stundum á lokamóti.
Styrktarmót Dalbúa og DANCO fór fram laugardaginn 3. september í frábæru veðri. 26 lið eða 52 kylfingar voru skráðir í mótið en allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins okkar. Leikjaform mótsins var Texas Scramble.
Skemmtilegt er að segja frá því að þrír ættliðir spiluðu saman í holli í mótinu en það voru þeir Sæmundur Árnason, Oddgeir Sæmundsson, Sindri Oddgeirsson og fylgdi Ragnar Þórisson svo með þeim til þess að fylla hollið. Vegna fjölda í mótinu þá þurfið að ræsa 4 holl á þremur brautum en það rann ágætlega í gegn.
Upphafhögg næst holu á 5/14 braut – Ingvaldur Ben Erlendsson (1.05 m)
Upphafshögg næst holu á 8/17 braut – Sigurður Árni Gunnarsson (26 cm)
Lengsta upphafshögg kvenna á 3/12 braut – Guðbjörg Rós Guðmundsdóttir
Lengsta upphafshögg karla á 3/12 braut – Sindri Snær Oddgeirsson
Í lokin var svo dregið úr nöfnum þeirra sem ekki höfuðu unnið til verðlauna um veglega vinninga.
Mótenefnd og stjórn GD þakkar öllum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. DANCO færum við bestu þakkir fyrir glæsileg og fjölmörg verðlaun og útdráttarverðlaun og stuðning við klúbbinn okkar.
Opna Laugarvatns Fontana mótið fór fram laugardaginn 13. ágúst í blíðskapar veðri. Mótið var fjölmennt og var ræst upp af öllum teigum með tveimur hollum á fjórum brautum sem gekk svona líka ljómandi vel.
Mótið er haldið í samstarfi við einn af aðal styrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana.
Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem karlar voru með hámarksforgjöf 28 og konur 36.
Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum en enginn náði því á 8/17. Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.
Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju.
Fontana golfmótið, sem er eitt af skemmtilegasta golfmótunum okkar, verður laugardaginn 13. ágúst.
Ræst er á öllum teigum kl. 10:00. Um er að ræða 18 holu punktamót þannig að allir eiga jafna möguleika á að vinna til fjölmargra vinninga sem Fontana, einn af styrktaraðilum Dalbúa, er með á boðstólnum. Einnig verður dregið úr skorkortum.
Glæsilegt kvennamót Dalbúa og Lavera fór fram laugardaginn 23. júlí í flottu golf veðri.
Hafdís Ingimundardóttir sigraði mótið, Anna Svandís Helgadóttir varð í öðru sæti og Guðbjörg Ingólfsdóttir í því þriðja. Önnur úrslit voru svo þannig að Hafdís Ingimundardóttir var með lengsta lengsta teighögg á þriðju braut. Við þetta tilefni var í fyrsta sinn afhentur farandbikar fyrir kvennamót Dalbúa, en gefandi bikarsins er Eygló Myrra Óskarsdóttir. Allar konur fengu svo glæsilegar teiggjafir. Einnig var dregið úr nokkrum skorkortum um verðlaun frá Lavera og Ölgerðinni. Í lok móts var svo í boði að kaupa gómsæta súpu á hagstæðu verði.
Mótanefnd þakkar öllum þessum frábæru konum sem tóku þátt fyrir komuna og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Við minnum svo á að næsta golfmót verður Fontana golfmótið þann 13. ágúst.
Að lokum þá þökkum við umboðsaðila Lavera kærlega fyrir glæsilega og veglega vinninga.