Golfreglufundur verður haldinn laugardaginn 4. júní kl. 10:00 í golfskálanum hjá Dalbúa

Þórður Ingason R&A golfdómari skýrir allar helstu golfreglurnar og hvernig þeim er beitt þegar tekin er lausn úr vanda. Það er á ábyrgð hvers kylfings að kunna golfreglurnar og haldgóð þekking á þeim getur hjálpað til við að fækka höggum og lækka forgjöf.

Það vefst fyrir ýmsum að breyta höggum í punkta og mun Þórður skýra hvernig best er að halda utan um skor á holu þegar höggum er breytt í punkta með forgjöf. Ennfremur verður farið yfir önnur atriði eins og staðarreglur og keppnisskilmála og ýmis keppnisform.

Oft vakna líka spurningar um framkvæmd mótshaldara á hvernig jafntefli er leyst og hvaða reglur gilda þegar keppt er um að vera næstur holu, með lengsta teighögg o.s.frv.

Öll þessi atriði fáið þið tækifæri til að ræða og fræðast um n.k. laugardag, 4. júní kl. 10:00 í golfskálanum hjá Dalbúa

VIÐ HVETJUM OKKAR KYLFINGA TIL AÐ MÆTA.

Golfmót sumarsins

Kæru golfarar

Þá liggur fyrir með golfmót sumarsins. Skráningar á mótin munu fara fram í gegnum golfbox.

Þetta verður frábært sumar hjá okkur en mótin okkar voru vel sótt í fyrra og heppnuðust vel og völlurinn okkar er í góðu standi og vel hirtur.

Vinnudagur GD 7. maí

Kæru félagar!

Við í GD ætlum að hafa vinnudag þann 7.maí 2022. Á vinnudegi verða verkefnin þau sömu og við þekkjum frá fyrri vinnudögum. Mæting kl. 10:00.

Vallarnefndin mun eins og áður skipuleggja það sem gera þarf. Það væri því afar ánægjulegt að sjá ykkur sem flest þennan dag, því margar hendur vinna létt verk. Sérstaklega væri gaman að sjá nýja félagsmenn, þeir hafa á þessum degi tækifæri til að kynnast félagsmönnum og mynda tengsl sín á milli. Að loknum vinnudegi verður eitthvað gott í gogginn fyrir vinnumenn/konur og eitthvað fljótandi með.

Aðalfundur

Kæru félagsmenn

Á morgun verður aðalfundur GD haldinn á Stórhöfða 31, 3. hæð í fundarherbergi Heklu, -vestur salur klukkan 19:30, inngangur frá Stórhöfða 31. Fundurinn verður einnig á Zoom fyrir þá sem það vilja. Núverandi samkomutakmarkanir miðast við 50 manns en salurinn sem um ræðir er fyrir 20 manns og er því svigrúm fyrir nokkra félagsmenn. Öllum sóttvörnum verður fylgt eftir eins og vera ber. Þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir að senda formanni staðfestingu á mætingu.

Hlökkum til að hitta ykkur sem flest á morgun, annaðhvort í eigin persónu eða á netinu.

Kaffi og meðlæti verður á staðnum.

Hlekkur á fundinn fyrir þá sem það kjósa: https://eu01web.zoom.us/j/62829575215

Bestu kveðjur,

Bryndís Scheving, formaður GD

Aðalfundur

Kæru félagar

Aðalfundur GD verður haldinn fimmtudaginn 2. desember klukkan 19:30. Fundurinn verður líkt og á síðasta ári fjarfundur.  Fjarfundur gefur félagsmönnum tækifæri til þess að vera með á fundinum og hafa atkvæðisrétt um þau mál sem lögð vera fyrir á fundinum. 

Hlekkur á fundinn verður sendur félagsmönnum þegar nær dregur.

Með von um góða mætingu á fundinn.

Kærar kveðjur,

f.h. stjórnar

Bryndís Scheving, formaður GD

Ruglað lokamót Dalbúa

Lokamót Dalbúa var 18. september en hefð er fyrir því að allskonar rugl og öðruvísi sé í gangi í þessu síðasta golfmóti sumarsins.

Sigurvegarar mótsins voru fundnir þannig að fyrirfram vara ákveðið að þeir spilara sem myndu lenda í ákveðnum sætum myndu búa til lið og fór það þannig að eftirfarandi aðilar skipuðu sigurliðið:  Logi Knútsson, Heiðrún Hauksdóttir, Sindri Snær Oddgeirsson, Anna Sigríður Erlingsdóttir og Eva Ægisdóttir.  Allir þessir sigurvegara mótsins fengu vegleg peningaverðlaun um hálsinn.

Önnur verðlaun voru sem hér segir:

1. braut = næst holu á flöt í 2 höggum  – Sindri Snær Oddgeirsson

3. braut = lengsta högg karla á braut eftir upphafshögg – Jón Oddur Davíðsson

3. braut = lengsta högg kvenna á braut eftir upphafshögg – Anna Sigríður Erlingsdóttir

5. braut = næst holu eftir upphafshögg – Guðni Kristinn Elíasson (1,02m)

6. braut = lengsta fjarlægð karla á braut af upphafsteig eftir 2 högg – Sindri Snær Oddgeirsson

6. braut = lengsta fjarlægð kvenna á braut af upphafsteig eftir 2 högg – Anna Svandís Helgadóttir

9. braut = næst miðju eftir upphafshögg – Klara Lísa Hervaldsdóttir (0,35m)

Dregið var svo úr öllum skorkortum þeirra sem tóku þátt en við náum að safna saman fjölmörgum glæsilegum verðlaunum þannig að það þurfti að taka aðra umferð í útdrætti úr skorkortum.  Kærar þakkir til allra sem lögðu sitt af mörkum þar.

Eftir mótið voru grillaðir hamborgar sem boðið var upp á.

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna í lokamóti Dalbúa og þökkum einnig fyrir góða þátttöku í golfmótum sumarsins.

Við sjáumst næsta sumar

Skráning í ruglað lokamót Dalbúa

Kæru Dalbúar

Skráningu í lokamótið okkar lýkur á morgun föstudag kl. 20:00 en það spáir bara ágætlega miðað við veðurspánna inni á Blika.is

Eins og hefð er fyrir þá verður allskonar rugl í gangi hjá okkur á lokamóti og fullt af glæsilegum og skemmtilegum vinningum sem dregnir verðar úr skorkortum.

Hér er allskonar sem verður öðruvísi.

1. braut = næst holu eftir tvö högg á flöt

2 högg á flöt

3. braut = lengsta högg á braut eftir upphafshögg

5. braut = næst holu eftir upphafshögg

6. braut = lengsta fjarlægð á braut af upphafsteig eftir 2 högg

8. braut = næst holu eftir upphafshögg

9. braut = næst miðju eftir upphafshögg

Við munum setja saman 3-4 manna leikmannalið eftir fyrirfram ákveðinni röð, þegar búið verður að slá inn skorkortin.

Það lið sem skorar best verður sigurvegarar mótsins.

Við munum svo bjóða upp á hamborgara og hafa góða stund í klúbbhúsinu eftir allt ruglið.

Skráning er hér: GolfBox Tournament

Lokamót Dalbúa verður 18. september.

Þar sem sumri er farið að halla og stutt eftir af golftímabilinu langar okkur í stjórninni að hafa mót fyrir félagsmenn laugardaginn 18.09.2021. Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00

Það væri gaman að hitta sem flesta, spila léttan og líflegan golfhring og enda daginn á grillveislu þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman.

Að þessu sinni verður golfmótið 9 holu punktamót og eiga því allir félagsmenn góða möguleika á verðlaunasætum!

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á þetta síðasta mót sumarsins og gera sér glaðan dag saman!

Skráning og frekari upplýsingar eru hér: GolfBox Tournament