Lokamót Dalbúa verður laugardaginn 17. september.

Ágætu Dalbúar

Þar sem sumri er farið að halla og stutt eftir af golftímabilinu langar okkur í stjórninni að hafa mót fyrir félagsmenn laugardaginn 17.09 2022. Ræst verður út á öllum teigum kl. 10:00.

Það væri gaman að hitta sem flesta, spila léttan og líflegan golfhring og enda daginn á grillveislu þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman og vökva aðeins kverkarnar. Að þessu sinni verður golfmótið 9 holu punktamót og eiga því allir félagsmenn góða möguleika á verðlaunasætum!

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á þetta síðasta mót sumarsins og gera sér glaðan dag saman!Allskonar verðlaun. Eitt og annað verður öðruvísi eins og stundum á lokamóti.

Skráning er inni á golfbox eins og venjulega.