Fontana og Golfklúbburinn Dalbúi

Ágætu Dalbúar

Eins og undanfarin ár þá býðst félögum í Golfklúbbnum Dalbúa að kaupa aðgang að heilsulindinni Fontana á Laugarvatni með 30% afslætti.  Bróðurparturinn af því sem félagar greiða fyrir kortin kemur sem styrkur til okkar, en Fontana er einn af aðal styrktaraðilum okkar.

Verð til okkar fyrir einstaklingskort er 17.500 og fyrir fjölskyldukort er greitt 38.500.

Við hvetjum ykkar til þess að nýta ykkur þetta góða tilboð.

Til þess að virkja aðganginn þá sendið þið tölvupóst á dalbui@dalbui.is og við sendum á ykkur upplýsingar um það hvernig þið greiðið og tryggið ykkur aðganginn.  Kortin munu þá bíða ykkar í afgreiðslunni hjá Fontana á Laugarvatni.

Við sjáumst í Fontana og svo á golfvellinum í vor.