Aðalfundur Dalbúa 2022

Aðalfundur Dalbúa fór fram fimmtudaginn 8. desember

Á fundinum var kosinn nýr formaður, Gísli B. Ívarsson en Bryndís Schewing lætur nú af störfum sem formaður Dalbúa.  Aðrir sem kjörnir voru eru Ásbjörn Sveinbjörnsson og Eiríkur Þorláksson og svo koma nýjar inn í stjórn Anna Helgadóttir og Guðbjörg Ingólfsdóttir.  Varamenn sem kjörnir voru eru svo Helgi Einarsson og Bryndís Schewing. 

Í lok fundar fengu þau Bryndís og Hafþór Guðmundsson smá þakklætisvott fyrir störf þeirra fyrir klúbbinn en Hafþór segir nú skilið við trúnaðarstörf fyrir Dalbúa eftir margra ára starf en Bryndís verður áfram inni sem varamaður.