Skráning í Fontana mótið okkar sem fram fer á laugardaginn er til kl. 20:00 á morgun föstudag. Skráning og nánari upplýsingar er að finna hér: GolfBox Tournament.
Okkur er enn lofað góðu veðri og er ákveðin hætta á að þátttakendur verði brúnir og sællegir eftir daginn.
Skemmtilegasta golfmótið okkar fer fram laugardaginn 14. ágúst.
Ræst er á öllum teigum kl. 10:00.Um er að ræða 18 holu punktamót þannig að allir eiga jafna möguleika á að vinna til fjölmargra vinninga sem Fontana, einn af styrktaraðilum Dalbúa, er með á boðstólnum.
Skráning er hér fyrir neðan.Gaman væri að sjá ykkur sem flest.
Glæsilegt kvennamót Lavera kvennamót Dalbúa fór fram laugardaginn 17. júlí í flottu golf veðri.
Valgerður Sveinbjörnsdóttir sigraði mótið, Ása Baldvinsdóttir varð í öðru sæti og Áslaug Guðmundsdóttir í því þriðja. Önnur úrslit voru svo þannig að Jóna HJálmarsdóttir var með lengsta högg á þriðju braut, Theodóra Friðbjörnsdóttir næst holu á fimmtu braut og Kristín Karlsdóttir næst holu á 8. braut. Allar konur fengu svo glæsilegar teiggjafir. Í lok móts var svo í boði að kaupa súpu á hagstæðu verði sem Bryndís formaður hafði útbúið.
Mótanefnd þakkar öllum þessum frábæru konum sem tóku þátt fyrir komuna og óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Við minnum svo á að næsta golfmót verður Fontana golfmótið þann 14. ágúst.
Að lokum þá þökkum við umboðsaðila Lavera kærlega fyrir glæsilega og veglega vinninga.
Meistaramót Dalbúa fór fram helgina 10 og 11. júlí í blíðskapar veðri og eru Magnús Gunnarsson og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2021. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar.
Úrslit í höggleik var þannig að Magnús Gunnarsson var í 1. sæti hjá körlum á 185 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 187 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Ragnar Haraldsson og Magrét Björk Jóhannsdóttir og í 3. sæti urðu svo Sigurður Jónsson og Ása Þorkelsdóttir. Í höggleik með forgjöf voru svo Ragnar Haraldsson og Margrét Björk Jóhannsdóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Þorvaldur Ingimundarson og Sigrún María Ingimundardóttir og í 3. sæti enduðu svo Sigurður Jónsson og Bryndís Scheving. Lengsta upphafshögg á 3/12 braut hjá körlum var svo hjá Magnúsi Gunnarssyni og hjá konum var það Margrét Björk Jóhannsdóttir. Að lokum þá var Sigurður Jónsson með upphafshögg næst holu (1,3m) á 8/17 holu.
Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamótið sem fram fer næsta laugardag.
Almenn ánægja þátttakenda var með tveggja daga fyrirkomulag á mótinu og verður að örugglega endurtekið næsta ár.
Meistaramót Dalbúa 2021 verður laugardaginn 10. júlí og 11. júlí. Ræst verður út af fyrsta teig kl. 10:00. Skráningu lýkur kl. 18:00 föstudaginn 9. júlí.
Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa og Krambúðarinnar fór fram föstudaginn 2. júlí. kl. 20:00. Búið var að lofa góðu veðri eftir að við þurfum að fresta móti um viku vegna veðurs en aðstæður voru góðar og skemmtilegt að spila inn í bjarta sumarnótt og klára í kringum miðnættið. Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.
Úrslit mótsins voru þannig að Árni Jóhannes Valsson og Birgir Ari Hilmarsson voru í 1. sæti, í 2. sæti voru Björn Vilhelmsson og Laufey Erlendsdóttir og í 3. sæti voru Anna Svandís Helgadóttir og Snæbjörn Stefánsson. Önnur úrslit voru svo að Jóna Hjálmarsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju braut en Björn Vilhjálmsson var með lengsta högg hjá körlum. Árni Jóhannes Valsson var svo næstur holu á 5. braut (2,7m) og Ragnar Haraldsson á 8. braut (36 cm). Einnig var dregið úr nöfnum þátttakenda um 8 x 10.000 króna gjafakort frá Samkaup / Krambúðinni
Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og þakkar Krambúðinni, sem var aðal styrktaraðili mótsins kærlega fyrir stuðninginn. Það er ljóst að þetta mót og þetta fyrirkomulag mótsins er komið til þess að vera.
Við minnum svo á Meistaramót GD sem fram fer 10 og 11. júlí.