Laufey og Jónína sigruðu Jónsmessumót GD og Krambúðarinnar

Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa og Krambúðarinnar fór fram föstudaginn 24. júní kl. 20:00. Rétt áður en leikur var hafinn braust blessuð sólin fram og fylgdi okkur inn í kvöldið. Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.  Þátttakendum var boðið upp á grillaða hamborgara fyrir mótið og mæltist það vel fyrir.  Um 40 aðilar voru skráðir í mótið.

Úrslit mótsins voru þannig eftir útreikninga að Laufey Erlendsdóttir og Jónína Magnúsdóttir voru í 1. sæti, í 2. sæti voru svo Hrönn Magnúsdóttir og Guðmundur Skúli Hartvigsson og í 3. sæti voru Sindri Snær Oddgeirsson og Ómar Sindri Jóhannsson . Önnur úrslit voru svo að Jónína Magnúsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju braut en Sindri Snær Oddgeirsson var með lengsta högg hjá körlum. Heiðrún Haukdóttir var svo næst holu á 5. braut (1,32m) og Sæmundur Árnason á 8. holu (5.8m). Krambúðin sá um verðlaun fyrir liðin í þremur efstu sætunum en Ölgerðin var með aðra vinninga fyrir lengstu högg og næst holu.  Ölgerðin sá einnig um smá hressingu í fljótandi formi sem leikmenn gátu gripið með sér.

Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og þakkar Krambúðinni, sem var aðal styrktaraðili mótsins kærlega fyrir stuðninginn og Ölgerðinni fyrir þeirra framlag.

Við minnum svo á Meistaramót GD sem fram fer 16 og 17. júlí.