Jónsmessumót Dalbúa og Krambúðarinnar  – skráningu lýkur á fimmtudag

Það stefni í flott golfveður og fína mætingu hjá okkur í Jónsmessumóti Dalbúa og Krambúðarinnar á föstudagskvöldið og verður gaman að hitta ykkur öll og eiga með ykkur skemmtilega kvöldstund.  Skráningu í mótið lýkur í eftirmiðdaginn á morgun.

Við ætlum að bjóða keppendum upp á grillaða hamborgara frá 18:30 til 19:30, afhenda skorkort og útskýra leikform um 19:45, og ræsa svo út á öllum teigum kl. 20:00.  Verðlaunaafhending og mótslok verður svo í kringum miðnættið.

Mikið svakalega verður þetta skemmtilegt hjá okkur.

Skráning er á golfbox:   GolfBox Tournament