Golfreglufundur verður haldinn laugardaginn 4. júní kl. 10:00 í golfskálanum hjá Dalbúa

Þórður Ingason R&A golfdómari skýrir allar helstu golfreglurnar og hvernig þeim er beitt þegar tekin er lausn úr vanda. Það er á ábyrgð hvers kylfings að kunna golfreglurnar og haldgóð þekking á þeim getur hjálpað til við að fækka höggum og lækka forgjöf.

Það vefst fyrir ýmsum að breyta höggum í punkta og mun Þórður skýra hvernig best er að halda utan um skor á holu þegar höggum er breytt í punkta með forgjöf. Ennfremur verður farið yfir önnur atriði eins og staðarreglur og keppnisskilmála og ýmis keppnisform.

Oft vakna líka spurningar um framkvæmd mótshaldara á hvernig jafntefli er leyst og hvaða reglur gilda þegar keppt er um að vera næstur holu, með lengsta teighögg o.s.frv.

Öll þessi atriði fáið þið tækifæri til að ræða og fræðast um n.k. laugardag, 4. júní kl. 10:00 í golfskálanum hjá Dalbúa

VIÐ HVETJUM OKKAR KYLFINGA TIL AÐ MÆTA.