Kvennamót Dalbúa 2018

Kvennamót Dalbúa verður laugardaginn 11. ágúst klukkan 10.

Konur fjölmennum og skemmtum okkur saman í þessu flotta móti.
Spilaðar verða 9 holur (1 hringur). Allar konur fá flottar teiggjafir frá Lavera og vinningarnir eru mjög glæsilegir en þeir eru allir frá Lavera.

Lavera eru þýskar náttúrulegar og vottaðar lífrænar húðvörur sem notið hafa mikilla vinsælda í 30 ár!

Súpa og léttar veigar verða að leik loknum á sanngjörnu verði.
Skráning og nánari upplýsingar eru á golf.is

Meistaramót Dalbúa 2018 úrslit

  • Meistaramót Dalbúa 2018

Meistaramót Dalbúa fór fram laugardaginn 28. júlí og hófst í blíðskaparveðri kl. 10.00 um morguninn þegar fyrsti ráshópur var ræstur af stað, en eftir hádegi  varð nokkur úrkoma sem varð til þess að gera keppendum nokkuð erfiðara fyrir á vellinum, sem hefur tekið miklum framförum undanfarnar vikur.

Samkvæmt venju var leikinn höggleikur án forgjafar, bæði í karla-og kvennaflokkum, og hlaut sigurvegari í hvorum flokki titilinn klúbbmeistari Dalbúa 2018. Jafnframt voru  veitt sérstök verðlaun fyrir besta skor í höggleik með fullri forgjöf, og voru þessi verðlaun hugsuð til að gera keppni  jafnari og meira spennandi fyrir marga keppenda, sem áttu góða möguleika á að standa sig vel í þessum flokki.

Úrslitin urðu þau að klúbbmeistarar urðu þau Böðvar Schram í karlaflokki og Sigrún María Ingimundardóttir í kvennaflokki. Sigrún María var einnig með besta skor kvenna í höggleik með fullri forgjöf, en í karlaflokki var Eyjólfur Óli Jónsson með besta skorið í höggleik með fullri forgjöf.

Næsta mót á dagskrá Dalbúa verður haldið 11. ágúst n.k., en það er Lavera kvennamót Dalbúa.

Kvennamót Dalbúa hafa notið vaxandi vinsælda undanfarin ár, og nú er Lavera sérstakur styrktaraðili mótsins. Keppnin er punktakeppni með forgjöf, og spilaðar verða 9 holur (1 hringur). Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna og taka með sér vinkonur og aðrar kátar konur til að halda uppi fjörinu.

Höggleikur karla:
1.sæti Böðvar Schram (102)
2.sæti Hafsteinn Daníelsson (105) 52
3.sæti Eyjólfur Óli Jónsson (105) 53
Höggleikur m. forgjöf
1.sæti Eyjólfur Óli Jónsson (81)
2.sæti Anthony Karl Flores (82)
3.sæti Böðvar Schram (85)
Höggleikur kvenna:
1.sæti Sigrún María Ingimundardóttir (95)
2.sæti Hafdís Ingimundardóttir (105)
3.sæti Bryndís Scheving (112)
Höggleikur m.forgjöf
1.sæti Sigrún María Ingimundardóttir (83)
2.sæti Bryndís Scheving (85)
3.sæti Hafdís Ingimundardóttir (88)

Meistaramót Dalbúa 2018

Ágætu Dalbúar,

Nú er komið að meistaramóti Dalbúa, sem verður leikið næsta laugardag 28. júlí, og hefst keppni kl. 10:00.

Í meistaramótinu verður samkvæmt venju leikinn höggleikur án forgjafar; keppt er bæði í karla- og kvennaflokkum og hlýtur sigurvegari í hvorum flokki titilinn klúbbmeistari Dalbúa 2018.

En jafnframt hinni hefðubundnu keppni verða veitt sérstök verðlaun fyrir besta skor í höggleik með fullri forgjöf bæði karla- og kvennaflokki. Með þessum sérstöku verðlaunum verður mótið jafnara og meira spennandi fyrir marga félagsmenn, þar sem fjöldi keppenda á góða möguleika á að standa uppi sem sigurvegari í þessum flokki.

Mótanefnd vonar að með þessari breytingu skrái sem flestir félagsmenn sig til keppni í mótinu og er hugmyndin sú að auka þátttökuna sem mest. Með þessari „auka-keppni“ þurfa félagsmenn ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki möguleika í hefðbundnum höggleik gegn þeim bestu, því með þessum hætti keppa allir miðað við eigin forgjöf og eiga því jafna möguleika á verðlaunum.

Mótsgjaldi er einnig stillt í hóf til að hvetja sem flesta til að skrá sig til keppni, og er að þessu sinni 2.000 kr.

Skráning í mótið fer fram á golf.is og lýkur föstudaginn 27. júlí kl. 18:00. Allir keppendur verða ræstir út á 1. teig frá kl. 10:00 að morgni, en upplýsingar um rástíma verða birtar á golf.is og í golfskálanum í Miðdal frá kl. 19.00 föstudaginn 27. júlí.

Það er von okkur að sem felstir félagsmenn noti tækifærið og skrái sig til að taka þátt í meistaramóti Dalbúa með þessu nýja fyrirkomulagi.

Nánari upplýsingar á dalbui.is.

Stjórnin

Tvöföldun teiga

Ágætu Dalbúar,

Eins og áður hefur komið fram er stefnt að því að breyta vellinum okkar í Miðdal með því að tvöfalda teiga við allar brautir, þannig að það verði hægt að spila völlinn sem 18 holu völl í framtíðinni. Til að gera þetta mögulegt þarf að byggja nýja teiga, sem bjóða í öllum tilvikum upp á að spila megi viðkomandi brautir með öðrum hætti en nú er. Hugmyndin er að hinir nýju teigar verði almennt framar en núverandi teigar (og stytti þar með brautirnar) en í öðrum tilvikum nokkru til hliðar við núverandi höggstefnu; loks verði byggðir sameiginlegir stórir teigar fyrir báðar par 3 brautirnar. Í öllum tilvikum ætti völlurinn að vera auðveldari viðureignar þegar upphafshögg verða slegin frá hinum nýju teigum.

Nú hafa verið reknir niður hælar á viðeigandi staði á vellinum til að merkja fyrir þeim teigum sem fyrirhugað er að byggja, og stefnt er að því að framkvæmdir geti hafist nú síðsumars.

Félagsmönnum og öðrum sem leika völlinn næstu vikur er hér með bent á að skoða þessar fyrirhuguðu staðsetningar hinna nýju teiga, og endilega koma áleiðis til stjórnar mögulegum ábendingum um breytingar á fyrirliggjandi tillögum, ef mönnum sýnist svo. Hægt er að senda tölvupóst á dalbui@dalbui.is, gera athugasemdir hér á heimasíðunni eða á Facebook.

Stefnt er að því að hægt verði að taka hina nýju teiga í notkun á 30 ára afmælisári klúbbsins, þ.e. næsta sumar.

Jafnframt er vakin athygli á hugmyndum stækkun flatarinnar við 9. braut, sem gæti gjörbreytt því hvernig kylfingar reyna að nálgast takmarkið þar, þ.e. að ljúka leik með því að koma kúlunni til skila í holu hverju sinni.

Kvennahittingur

Nú er komið að því konur!

Endurvekjum þriðjudags kvennahittingin með stæl og í ,,Frábæru veðri” eins og veðurfræðingarnir eru að lofa okkur 😊

Á morgun klukkan 10 er semsagt fyrsti kvennahittingurinn þetta árið hér í Dalbúa. Þær ykkar sem eruð á svæðinu endilega látið sjá ykkur í skemmtilegt golfspil og kaffispjall. Hlakka til að sjá ykkur sem flestar,

kveðja, Bryndís

Opna Laugarvatn Fontana mótið 2018

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af styrktaraðilum Golfklúbbsins Dalbúa, Laugarvatn Fontana.

Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega þann 14.7.2018 og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi. Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.

Veglegir vinningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og næst holu á par 3 brautum vallarins.

Verðlaun í karla- og kvennaflokkum:
1. verðlaun: Fjölskyldukort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár fyrir tvo fullorðna og fjögur börn.

2. verðlaun: Einstaklingskort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár.

3. verðlaun: 6 miða kort í Laugarvatn Fontana.

Bjóddu golfsystur í heimsókn

Við viljum endilega fjölga konum í golfíþróttinni. Því hvetjum við þig til að bjóða góðri konu í heimsókn í klúbbinn okkar næstkomandi sunnudag, 15. júlí á milli 13:00–15:00.

Þú ert gestgjafinn og getur sýnt þinni #golfsystur aðstöðuna hjá okkur og boðið henni upp á kaffi. Golfsystir er einhver sú kona sem þig dreymir um að kynnist dásemdum golfíþróttarinnar. Golfsystir er á hvaða aldri sem er, eiginkona, dóttir, systir, vinkona, frænka osfrv., einfaldlega sú sem þú vilt bjóða í heimsókn í golfklúbbinn þinn á sunnudaginn.

Sjáumst!

Opna Laugarvatns Fontanamótið

Dagsetning: 30.06.2018

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af aðalstyrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana. Keppt verður í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf. Hámarksleikforgjöf karla verður 24 og hámarksleikforgjöf kvenna 28.

Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.

Veglegir vinningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna næst holu á par 3 brautum vallarins.

Verðlaun í karla- og kvennaflokkum:

  1. verðlaun: Fjölskyldukort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár fyrir tvo fullorðna og fjögur börn.
  2. verðlaun: Einstaklingskort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár.
  3. verðlaun: 6 miða kort í Laugarvatn Fontana.

Verð: 4.000.-