Afmælismót Dalbúa – 30 ára

30 ára afmæli GD 
Afmælismót og veisla 

Golfklúbburinn Dalbúi verður 30 ára í sumar, og af því tilefni verður haldið sérstakt afmælismót laugardaginn 17. ágúst, þar sem leikið verður 18 holu punktamót með fullri forgjöf, en með því fyrirkomulagi eiga allir félagsmenn góða möguleika á verðlaunasætum!

Úrslitin í mótinu verða síðan tilkynnt í afmælisveislu sem hefst kl. 18.00, en boðið verður upp á grill og meðlæti í tilefni afmælisins, þar sem tækifæri gefst til þess að spjalla og skemmta sér saman.

Vegleg verðlaun eru fyrir fyrir góðan árangur í afmælismótinu, og eru félagsmenn hvattir til að fjölmenna í mótið og taka með sér gesti.

Mótið hefst kl. 11.00 og verður ræst út af öllum teigum samtímis. Mótsgjald: 5.000,- kr. (golf + afmælisveisla).

Hafi einhverjir hug á að mæta í afmælisveisluna en hafa ekki tækifæri til að taka þátt í mótinu sjálfu, er það einnig í boði, og kostar miðinn 4.000 kr. Er viðkomandi bent á að hafa sem fyrst samband við formann klúbbsins, Bryndísi Scheving (bryndisscheving@gmail.com) til að skrá sig.

Stjórn GD áskilur sér rétt til að takmarka fjölda þátttakenda, reynist það nauðsynlegt.