Aðalfundur fimmtudaginn 5. desember 2019

FUNDARBOÐ:
AÐALFUNDUR GOLFKLÚBBS DALBÚA

Íþróttamiðstöðinni Laugardal (í Reykjavík) A-salur
fimmtudaginn 5. desember 2019, kl. 19:30

Dagskrá aðalfundar:
• Kosning fundarstjóra og fundarritara
• Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári
• Kynning á endurskoðuðum ársreikning félagsins
• Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikningar lagðir fram til samþykktar
• Lagabreytingar
• Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár
• Kosning stjórnar og varamanna í stjórn, sbr.10.gr.
o Kosning formanns
o Kosnir 2 aðalmenn til tveggja ára
o Kosnir 2 varamenn til eins árs
• Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara
• Lögð fram fjárhagsáætlun næsta starfsárs til samþykktar
• Önnur mál

Um hefðbundin aðalfundarstörf verður að ræða. Farið verður yfir rekstrarreikning klúbbsins á starfsárinu 2019 ásamt skýrslu stjórnar um starfsemi ársins. Ekki eru lagðar til neinar lagabreytingar að þessu sinni.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna.

Stjórn Golfklúbbsins Dalbúa