Opna Laugarvatns Fontanamótið

Dagsetning: 30.06.2018

Þá er komið að einu skemmtilegasta móti sumarsins í samstarfi við einn af aðalstyrktaraðilum Dalbúa, Laugarvatn Fontana. Keppt verður í punktakeppni karla og kvenna með forgjöf. Hámarksleikforgjöf karla verður 24 og hámarksleikforgjöf kvenna 28.

Mótið hefst kl. 10:00 stundvíslega og verður ræst út á öllum brautum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum holum stundvíslega klukkan 10.

Veglegir vinningar verða veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Laugarvatn Fontana, auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna næst holu á par 3 brautum vallarins.

Verðlaun í karla- og kvennaflokkum:

  1. verðlaun: Fjölskyldukort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár fyrir tvo fullorðna og fjögur börn.
  2. verðlaun: Einstaklingskort í Laugarvatn Fontana, gildir í eitt ár.
  3. verðlaun: 6 miða kort í Laugarvatn Fontana.

Verð: 4.000.-

Jónsmessumót

Í gærkvöldi fór fram Jónsmessumót Dalbúa.  Völlurinn nýsleginn og í góðu standi. Skemmtilegt mót í góðum félagsskap. Eftir ,,harða keppni” voru úrsltin eftirfarandi: 1. sæti: Haraldur Ólafsson, 2. sæti: Eyjólfur Óli Jónsson og 3. sæti: Bryndís Scheving

 

Jónsmessumót

Jónsmessumót Dalbúa –23.06.2018

Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa. Um að gera að skella sér í létt og skemmtilegt mót eftir leikinn (Þýskaland-Svíþjóð).

Leikinn er snærisleikur sem er leikinn með þeim hætti að hver keppandi fær snæri í samræmi við forgjöf sína, þ.e. 0.25m af snæri fyrir hvert högg í forgjöf. Sá sem er t.d. með 20 í forgjöf fær þá 5 metra snæri. Snærið verður þá forgjöf keppanda og getur keppandi klippt af snærinu í staðinn fyrir högg. Dæmi: ef keppandi slær inn á 9. flöt í þriðja höggi og er meter frá holu þá getur hann nýtt sér snærið og sleppt því að telja næsta högg. Þá skrifar sami keppandi 3 sem skor á 9. braut.

Klúbburinn mun skaffa snærið og jafnvel smá brjóstbirtu þegar líður á kvöldið. Keppendur eru þó beðnir um að koma með skæri, hnífa eða annað sem hægt er að nota til þess að klippa snærið.

Skemmtilegt mót með skemmtilegum verðlaunum sem kynnt verða á mótinu.

Keppni hefst á öllum holum, stundvíslega klukkan 20:00 og eru keppendur beðnir um að mæta tímanlega.

ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar og verða keppendur ræstir út á öllum teigum kl. 20:00.

Fyrsti vinnudagur sumarsins 2018

Vinnudagur Dalbúamanna var laugardaginn 19. maí. Sæmileg mæting var en veðrið var nú ekki upp á það besta 🙁

Farið var í að sópa flatir og sá fræjum. Pallurinn var hreinsaður og er þá tilbúinn til málunar. Ruslaföstur og annað sem tengist vellinum var sett út. Allir fengur grillaðann hamborgara og hressingardrykk að vinnudegi loknum. Og nú bíðum við bara eftir sólinni og góða veðrinu.

 

Kæru Dalbúar

Kæru Dalbúar
Það er ekki margt sem minnir á sumarið síðustu dagana – snjóbylur, kuldi og rok – minnir örlítið meira á febrúar en maí. En samkvæmt almanakinu er komið sumar og því ber að fagna, og vonandi er ekki langt í að við getum farið að spila á vellinum okkar góða og átt þar glaðan dag.  Continue reading “Kæru Dalbúar”