Jónsmessumót 2019 – úrslit

Jónsmessumót GD fór fram í blíðskaparveðri 22. júní, og lék góður hópur félagsmanna og gesta 18 holur eftir Greensome-fyrirkomulagi.

Reyndist mótið hin besta skemmtun fyrir þátttakendur, sem nutu sín vel við góðar aðstæður, þar sem völlurinn var í prýðilegu standi, og veðrið hlýtt og gott.

Sigurvegarar í mótinu voru þeir Oddgeir Sæmundsson og Ragnar Þórisson; í öðru sæti Guðríður Pálsdóttir og Viktor S. Guðbjörnsson; í þriðja sæti Hlöðver Jóhannsson og Jónína Jónsdóttir. Þeir Oddgeir og Ragnar hlutu m.a. í verðlaun veglega skildi sem Hrafn Jónsson, félagsmaður GD, hafði hannað sérstaklega fyrir mótið.