Jónsmessumót

Laugardagur 22. júní

Fyrirkomulag Greensome -18 holur.
Það er komið að hinu stórskemmtilega Jónsmessumóti Dalbúa. Við bregðum út af vananum að þessu sinni og spilum 18 holu Greensome. Þetta er skemmtilegur og léttur leikur sem fer þannig fram að tveir spila saman í liði, báðir slá upphafshögg og er betri boltinn leikinn. Sá sem átti verri boltann í upphafshögginu slær betri boltann, við næsta högg slær sá sem átti betri boltann í upphafi og svo koll af kolli. Þetta er hraður leikur en fjörugur.

Við lofum skemmtilegu móti í frábærum félagsskap!
Ræst verður út af öllum teigum stundvíslega klukkan 10.
ATH: Keppendur sem vilja spila saman í holli eru beðnir um að skrá sig saman á rástíma en munið að rástíminn er einungis til skráningar.
Skráning á golf.is
Verð: 3.000.-