Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar ágætu kylfingar.
Við erum á því að Dalbúi sé fallegasti og skemmtilegasti sveitavöllurinn á Íslandi og það er hagkvæmt að vera félagi í Golfklúbbnum Dalbúa.

Golfmót á Dalbúa 2025

Hér eru helstu dagsetningar sem vert er
að taka frá fyrir sumarið !

14.júní – Kristalsmót Dalbúa
27.júní – Krambúðar Jónsmessumót kvöldmót
4-5.júlí – Meistaramót Dalbúa – innanfélagsmót
19.júlí – Hjóna og Paramót
26.júlí – Kvennamót
9.ágúst – Fontanamótið
30.ágúst – Danco styrktarmót
20.september – Bændaglíma. Lokamót og slútt. Innanfélagsmót.

Munið að fylgjast með Dalbúa á Facebook :
https://www.facebook.com/dalbuigolf



Starfsfólk næsta sumar

Þekkið þið ekki einhverja aðila sem hefðu áhuga á að starfa fyrir golfklúbbinn okkar næsta sumar?

Vinsamlega sendið fyrirspurnir á dalbui@dalbui.is eða með skilaboðum hér inni. Eins er hægt að hringja í formann Dalbúa í síma 8405790.

Lokamót Dalbúa og takk fyrir sumarið

Lokamót Dalbúa var 21. september og spilað var 9 holu Texas scramble keppni.

Að þessu sinni vorum við með tveggja liða Bændaglímu þar sem annað liðið var rautt og hitt var blátt.  Gísli B. Ívarsson formaður var bóndi fyrir bláa liðið Bryndís Scheving fyrrum formaður fyrir rauða liðið.  Rauða liðið sigraði þetta árið.

Dregið var svo úr öllum skorkortum þeirra sem tóku þátt en við náðum að safna saman fjölmörgum glæsilegum vinningum frá styrktaraðilum og félögum og því fengu allir vinning og þegar allir voru búnir að fá vinning var haldið áfram að drega út skorkortum.

Eftir mótið var svo grillað lambalæri sem Júlli félagi okkar sá um.  Þarna sannaðist það að þröngt mega sáttir sitja.

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna í lokamóti Dalbúa og þökkum einnig fyrir góða þátttöku í golfmótum sumarsins og takk fyrir sumarið.

Við sjáumst næsta sumar