
Til hamingju allir Dalbúar
Á nýliðnu Íslandsmóti 5. deildar karla sem fram fór hjá okkur á Dalbúa 15. – 17 ágúst sigraði lið Dalbúa mótið þannig að við erum Íslandsmeistarar 5. deildar og munum þá leika í 4. deild á næsta ári. Virkilega vel gert hjá okkar mönnum sem spiluðu frábærlega.
Alls voru 7 golfklúbbar sem tóku þátt en það voru Golfklúbbur Sandgerðis, Golfklúbbur Hornafjarðar, Golfklúbburinn Hamar Dalvík, Golfklúbbur Álftaness, Golfklúbbur Siglufjarðar, Golfklúbbur Fjarðabyggðar og svo okkar menn í Dalbúa. Lið Dalbúa var skipað þeim Antony Karl Flores, Eyjólfi Óla Jónssyni, Magnúsi Gauts Gíslasonar, Jóni Gunnarssyni, Árna Guðnasyni og Janusz Pawel Duszak. Júlíus Símon Pálsson var svo liðstjóri liðsins. Okkar menn sigruðu lið Golfklúbbs Hornafjarðar í úrslitaleiknum. Golfklúbbur Hornafjarðar endaði í öðru sæti og lið Golfklúbbs Álftaness varð í þriðja sæti.
Við erum stolt af okkar mönnum og þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framgöngu og þökkum sjálfboðaliðum klúbbsins okkar fyrir óeigingjarnt starf til þess að gera þetta Íslandsmót eins glæsilegt og það varð. Við þökkum sömuleiðis keppendum liðanna sem til okkar komu.
Við munum á næstunni deila myndum og fleiru eftir Íslandsmótið.
Góðar Dalbúa kveðjur
Gísli B. Ívarsson formaður GD