Gleðilegt sumar ágætu kylfingar
Við erum á því að Dalbúi sé fallegasti og skemmtilegasti sveitavöllurinn á Íslandi, og það er hagstætt og gott að vera félagi í Golfklúbbnum Dalbúa.
Sendið inn skilaboð á dalbui@dalbui.is ef eitthvað er.
Gleðilegt sumar ágætu kylfingar
Við erum á því að Dalbúi sé fallegasti og skemmtilegasti sveitavöllurinn á Íslandi, og það er hagstætt og gott að vera félagi í Golfklúbbnum Dalbúa.
Sendið inn skilaboð á dalbui@dalbui.is ef eitthvað er.
Gleðilega páska og farið vel með ykkur yfir hátíðarnar.
Við erum á því að Dalbúi sé fallegasti og skemmtilegasti sveitavöllurinn á Íslandi og það er hagstætt og gott að vera félagi í Golfklúbbnum Dalbúa.
Sendið inn skilaboð á dalbui@dalbui.is ef eitthvað er.
Ágætu Dalbúar
Eins og undanfarin ár þá býðst félögum í Golfklúbbnum Dalbúa að kaupa aðgang að heilsulindinni Fontana á Laugarvatni með 30% afslætti. Bróðurparturinn af því sem félagar greiða fyrir kortin kemur sem styrkur til okkar, en Fontana er einn af aðal styrktaraðilum okkar.
Verð til okkar fyrir einstaklingskort er 17.500 og fyrir fjölskyldukort er greitt 38.500.
Við hvetjum ykkar til þess að nýta ykkur þetta góða tilboð.
Til þess að virkja aðganginn þá sendið þið tölvupóst á dalbui@dalbui.is og við sendum á ykkur upplýsingar um það hvernig þið greiðið og tryggið ykkur aðganginn. Kortin munu þá bíða ykkar í afgreiðslunni hjá Fontana á Laugarvatni.
Við sjáumst í Fontana og svo á golfvellinum í vor.
Aðalfundur Dalbúa fór fram fimmtudaginn 8. desember
Á fundinum var kosinn nýr formaður, Gísli B. Ívarsson en Bryndís Schewing lætur nú af störfum sem formaður Dalbúa. Aðrir sem kjörnir voru eru Ásbjörn Sveinbjörnsson og Eiríkur Þorláksson og svo koma nýjar inn í stjórn Anna Helgadóttir og Guðbjörg Ingólfsdóttir. Varamenn sem kjörnir voru eru svo Helgi Einarsson og Bryndís Schewing.
Í lok fundar fengu þau Bryndís og Hafþór Guðmundsson smá þakklætisvott fyrir störf þeirra fyrir klúbbinn en Hafþór segir nú skilið við trúnaðarstörf fyrir Dalbúa eftir margra ára starf en Bryndís verður áfram inni sem varamaður.
Lokamót Dalbúa var 17. september en hefð er fyrir því að allskonar rugl og öðruvísi sé í gangi í þessu síðasta golfmóti sumarsins. Það var ekkert rugl í veðrinu en það lék við sinn fingur eins og fylgt hefur mótum sumarsins.
Sigurvegarar mótsins voru Guðbjörg Ingólfsdóttir hjá konum og Guðmundur Hauksson hjá körlum.
Dregið var svo úr öllum skorkortum þeirra sem tóku þátt en við náum að safna saman fjölmörgum glæsilegum verðlaunum frá styrktaraðilum og félögum og fengu allir vinning. Kærar þakkir til allra sem lögðu sitt af mörkum vegna vinninganna.
Eftir mótið voru grillaðir hamborgar sem boðið var upp á og var þar spjallaðu um eitt og annað í starfi klúbbsins okkar.
Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna í lokamóti Dalbúa og þökkum einnig fyrir góða þátttöku í golfmótum sumarsins.
Við sjáumst næsta sumar
Skráningu í lokamótið okkar lýkur í dag kl. 20:00 en það spáir fallegu golfveðri fyrir þennan tíma sumarsins.
Eins og hefð er fyrir þá verður allskonar rugl í gangi hjá okkur á lokamóti og fullt af glæsilegum og skemmtilegum vinningum sem dregnir verða úr skorkortum.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna: GolfBox Tournament
Ágætu Dalbúar
Við minnum á lokamót Dalbúa sem verður næsta laugardag. Miði er möguleiki
Skráning á golf.is: GolfBox Tournament