Góð golfkennsla 11. og 12. ágúst.

Örn Ólafsson golfkennari var með tveggja daga opið námskeið fyrir okkur á Dalbúa síðasta föstudag og laugardag.  Í heildina þá mættu tæplega 30 aðilar á öllum aldri til okkar.  Farið var yfir pútt, járnin, stutta spilið og vipp á námskeiðinu.  Við munum örugglega endurtaka þetta síðar.

Takk kærlega fyrir komuna gott fólk.