Framkvæmdir eru í gangi á vellinum okkar en vaskir menn eru búnir að laga tjörnina okkar og koma í gang aftur.
Á næstunni verður svo ráðist í það að útbúa nýja salernisaðstöðu úti á velli.
Framkvæmdir eru í gangi á vellinum okkar en vaskir menn eru búnir að laga tjörnina okkar og koma í gang aftur.
Á næstunni verður svo ráðist í það að útbúa nýja salernisaðstöðu úti á velli.
Stefaníuteigur á Dalbúa kominn með falleg sumarblóm enda er sumarið mætt hjá okkur á Dalbúa.
Þessar skemmtilegu merkingar á rauðu teigunum okkar er eitt af því sem gefur vellinum okkar á Dalbúa fallegra yfirbragð.
Nú er komið að Jónsmessumótinu okkar skemmtilega þar sem spilaðar verða 9 holur og eitthvað gott svo sett á grillið að móti loknu.
Mótið hefst kl 20.00 og verður ræst út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna: GolfBox Tournament
Kristal heilsumót Dalbúa mótið fór fram laugardaginn 10. júní. Þetta var fyrsta mót sumarsins og í fyrsta skiptið þar sem keppendur skráðu sjálfir inn skor í gegnum Golfbox og mæltist það vel fyrir. Hitastigið hefði mátt vera hærra og lognið meira en sólin og keppnisskapið hélt á okkur hita.
Mótið var haldið í samstarfi við Ölgerðina sem er einn af samstarfsaðilum okkar.
Keppt var í punktakeppni karla og kvenna þar sem hámarksforgjöf var 28 fyrir karla og 36 fyrir konur.
Veglegir vinningar voru veittir fyrir fyrstu þrjú sætin bæði í karla- og kvennaflokki í boði Ölgerðarinnar, auk þess sem veitt voru verðlaun fyrir lengsta upphafshögg karla og kvenna á 3. braut og fyrir að vera næst holu í upphafshöggi á 5/14 og 8/17 holum. Einnig var dregið úr skorkortum þeirra sem höfðu ekki unnið til verðlauna.
Þökkum öllum sem tóku þátt í mótinu fyrir frábæran dag og óskum öllum vinningshöfum til hamingju. Sérstakar þakkir skilum við til Ölgerðarinnar fyrir þeirra framlag.
Úrslit konur:
1.sæti – Anna Svandís Helgadóttir, 36 punktar
2.sæti – Margrét Björk Jóhannsdóttir, 35 punktar
3.sæti – Sveinbjörg Ingvarsdóttir, 28 punktar (betri seinni 9)
Úrslit karlar:
1.sæti – Guðmundur Hauksson, 36 punktar
2.sæti – Oddgeir, Sæmundur, Sæmundsson, 33 punktar (betri seinni 9)
3.sæti – Böðvar Þórisson, 33, punktar
Lengsta högg kvenna á þriðju braut, Petrína Sigurðardóttir
Lengsta högg karla á þriðju braut, Sigurður Karlsson
Næst holu á 5./14. braut Böðvar Þórisson (4,14 m)
Næst holu á 8./17. braut Elías Kristjánsson (2,55 m)
Hér fylgja með nokkrar myndir.
Það er fín veðurspá fyrir fyrsta golfmót sumarsins. Munið eftir sólarvörninni.
Skráning og frekari upplýsingar er að finna hérna: GolfBox Tournament
Þá er komið að fyrsta móti sumarsins í samstarfi við Ölgerðina Egil Skallagrímsson, sem er einn af styrktaraðilum Golfklúbbsins Dalbúa.
Mótið verður laugardaginn 10. júní.
Nánari upplýsingar og skráning er hér: GolfBox Tournament
Á morgun, föstudaginn 2. júní opnum við völlinn okkar fyrir félagsmenn og vini þeirra og biðjum við ykkur um það að ganga vel um völlinn og huga að því að enn er bleyta á vellinum og að brautir og flatir eru ekki upp á sitt besta.
Góða skemmtun og gleðilegt golf sumar.
Gísli B. Ívarsson, formaður.
Við neyðumst því miður til þess að fresta opnun vallar um einhverja daga og vonumst til þess að opna hann um næstu helgi.
Völlurinn er enn nokkuð blautur og hætta á því að hann myndi ekki fara vel ef við hleyptum inn á hann um þessa helgi.
Við sjáumst hress og kát í sumar.
Góða kveðjur frá okkur á Dalbúa
Gísli B. Ívarsson formaður.
Ágætu golfarar
Við opnum völlinn okkar fljótlega en takið endilega frá tíma fyrir mótin sem við verðum með í sumar.
Það var fín mæting á vinnudaginn okkar á laugardaginn en veðrið sem búið var að spá tók sér frí á meðan verkið var klárað.
Takk kærlega fyrir þið sem höfðuð tök á að mæta.
Enn um sinn þá þurfum við að fresta formlegri opnun á vellinum þetta sumarið.