Lokamót Dalbúa og takk fyrir sumarið

Lokamót Dalbúa var 23. september en hefð er fyrir því að allskonar rugl og öðruvísi sé í gangi í þessu síðasta golfmóti sumarsins, en það var líka smá rugl í veðrinu þannig að ákveðið var að breyta í miðju móti úr 18 holu Texas scramble í 9 holu Texas scramble keppni.

Að þessu sinni vorum við með tveggja liða Bændaglímu þar sem annað liðið var rautt og hitt var blátt.  Stig voru gefið fyrir hitt og þetta sem endaði með því að rauða liðið sigraði.

Dregið var svo úr öllum skorkortum þeirra sem tóku þátt en við náðum að safna saman fjölmörgum glæsilegum vinningum frá styrktaraðilum og félögum og því fengu allir vinning. Kærar þakkir til allra sem lögðu sitt af mörkum vegna vinninganna.

Eftir mótið var svo grillað lambalæri og með því og slegið upp eins konar sveitaballi og dansað og tjúttað inn í kvöldið.

Við þökkum öllum kærlega fyrir þátttökuna í lokamóti Dalbúa og þökkum einnig fyrir góða þátttöku í golfmótum sumarsins og takk fyrir sumarið.

Við sjáumst næsta sumar