„Mulligan á fyrstu“ sigraði styrktarmót Dalbúa

Styrktarmót Dalbúa og DANCO fór fram laugardaginn 9. september í frábæru veðri.  26 lið eða 52 kylfingar voru skráðir í mótið en allur ágóði af mótinu rennur til uppbyggingar á vellinum í Miðdal og til að styrkja starfsemi klúbbsins okkar.  Leikjaform mótsins var Texas Scramble.

Skemmtilegt er að segja frá því að þrír ættliðir spiluðu saman í holli í mótinu en og aftur en það eru þeir Sæmundur Árnason, Oddgeir Sæmundsson, Sindri Snær Oddgeirsson og fylgdi Ragnar Þórisson svo með þeim til þess að fylla hollið.  Vegna fjölda í mótinu þá þurfið að ræsa tvöfallt á fjórum brautum en það rann ágætlega í gegn.

Úrslitið voru spennandi og sem hér segir:  (það munaði aðeins 0,2 punktum á þriðja, fjórða og fimmta sætinu)

1. sæti.  „Mulligan á fyrstu“ (Bragi Dór Hafsteinsson/Sigurður Orri Hafþórsson) – 49,4 punktar

2. sæti.  „Klín&Empty“ (Hreinn Þorkelsson/Auður Róseyjardóttir) – 42,4 punktar

3. sæti.  „Eyberg“ (Oddgeir Sæmundur Sæmundsson/Sindri Snær Oddgeirsson) – 40,2 punktar

Upphafshögg næst holu á 5/14 braut – Bragi Dór Hafsteinsson

Upphafshögg næst holu á 8/17 braut – Oddgeir Sæmundur Sæmundsson

Lengsta upphafshögg kvenna á 3/12 braut – Helga Kristín Sæbjörnsdóttir

Lengsta upphafshögg karla á 3/12 braut – Sindri Snær Oddgeirsson

Í lokin var svo dregið úr nöfnum þeirra sem ekki höfðu unnið til verðlauna um veglega vinninga.

Mótenefnd og stjórn GD þakkar öllum fyrir þátttökuna og óskar verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn. Maríu Sigríði Daníelsdóttur, Sigurði Jónssyni og DANCO færum við bestu þakkir fyrir glæsileg og fjölmörgum verðlaun og útdráttarverðlaun og stuðning við klúbbinn okkar.

Hér fylgja með nokkrar myndir frá mótinu.