Anthony Karl og Sigrún María eru klúbbmeistarar 2020

Meistaramót Dalbúa fór fram laugardaginn 11. júlí og eru Anthony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2020. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar.

Úrslit í höggleik án forgjafar var þannig að Antony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 82 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 91 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Böðvar Þórisson og Petrína Freyja Sigurðardóttir, og í 3. sæti urðu svo Jón Hilmarsson og Heiðrún Hauksdóttir. Í höggleik með forgjöf voru Þorvaldur Ingimundarson og Petrína Freyja Sigurðardóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Antony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir og í 3. sæti enduðu svo Böðvar Þórisson og Anna Svandís Helgadóttir. Lengsta upphafshögg á 3/12 braut hjá körlum var svo hjá Ragnari Þórissyni og hjá konum var það Sigrún María Ingimundardóttir.
Að lokum þá var Sævar Magnússon með upphafshögg næst holu á 8/17 holu og Jón Hilmarsson var svo næstur holu á 5/14.

Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamótið sem fram fer næsta laugardag.

Helgi Jökull og Sveinn Ingvar sigruðu Jónsmessumótið

Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa fór fram laugardaginn 20. júní. Búið var að lofa góðu veðri en rétt eftir að kylfingar lögðu í hann upp úr kl. 10:00 stytti upp og hélst þurrt það sem eftir lifði dagsins.  Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.

Úrslit mótsins voru þannig að Helgi Jökull Hilmarsson og Sveinn Ingvar Hilmarsson vorur í 1. sæti með 79 högg, í 2. sæti voru Antony Karl Flores og Eyjólfur Óli Jónsson á 81 höggi og í 3. sæti voru  Ragnar Þórisson og Sæmundur Árnason á 83 höggum.  Önnur úrslit voru svo að Klara Lísa Hervaldsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju holu en Antony Karl Flores var með lengsta högg hjá körlum. Antony Karl Flores var svo næstir holu á 5. braut og Eyjólfur Óli Jónsson á 8. braut.

Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og minna á næsta mót sem er Meistaramótið sem fram fer 11. júlí. 

Góð veðurspá fyrir Jónsmessumótið

Það er góð veðurspá fyrir Jónsmessumótið sem hefst á morgun kl. 10:00. Skráning er hér: https://www.golfbox.dk/portal/golf_info/gbtourframe.asp?selected=%7BCC74A204-A100-4547-9A48-63BF5E02C2D2%7D&language=1039&#/competition/2450265/info

Við sjáumst á morgun og eigum saman góðan dag.

Fyrsta golfmót sumarsins verður 20. júní

Fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbnum Dalbúa verður árvissa Jónsmessumótið okkar og eigum við von á góðri þátttöku og reiknum með góðu veðri þannig að við fáum að njóta blíðunnar og frábæra vallarins okkar sem allra best.

Mótið hefst kl 10.00 og verður ræst út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.

Við munum leika 18 holur eftir Greensome fyrirkomulagi, tveir spila saman.     Skráning á Golfbox

Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.

Vel heppnaður vinnudagur

Það var góð mæting og gott veður á vinnudeginum okkar í gær, laugardag, en rúmlega 30 manns mættu á svæðið og lögðu hönd á plóginn, en Haraldur formaður vallarnefndar, Eyjólfur Óli, Anthony, ásamt Bryndísi formanni deildu út verkefnum og stýrðu framkvæmdum.

Í lok dagsins var boðið upp á veitingar í vökva og föstu formi og tóku einhverjir golfhring í kjölfarið.

Nú er völlurinn formlega opnaður og þykir hann koma mjög vel undan vetri.

Gleðilegt golf sumar og takk fyrir góðan og vel sóttan vinnudag.