Árni Jóhannes Valsson og Birgir Ari Hilmarsson sigruðu Jónsmessumótið.

Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa og Krambúðarinnar fór fram föstudaginn 2. júlí. kl. 20:00. Búið var að lofa góðu veðri eftir að við þurfum að fresta móti um viku vegna veðurs en aðstæður voru góðar og skemmtilegt að spila inn í bjarta sumarnótt og klára í kringum miðnættið. Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.

Úrslit mótsins voru þannig að Árni Jóhannes Valsson og Birgir Ari Hilmarsson voru í 1. sæti, í 2. sæti voru Björn Vilhelmsson og Laufey Erlendsdóttir og í 3. sæti voru Anna Svandís Helgadóttir og Snæbjörn Stefánsson. Önnur úrslit voru svo að Jóna Hjálmarsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju braut en Björn Vilhjálmsson var með lengsta högg hjá körlum. Árni Jóhannes Valsson var svo næstur holu á 5. braut (2,7m) og Ragnar Haraldsson á 8. braut (36 cm). Einnig var dregið úr nöfnum þátttakenda um 8 x 10.000 króna gjafakort frá Samkaup / Krambúðinni

Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og þakkar Krambúðinni, sem var aðal styrktaraðili mótsins kærlega fyrir stuðninginn. Það er ljóst að þetta mót og þetta fyrirkomulag mótsins er komið til þess að vera.

Við minnum svo á Meistaramót GD sem fram fer 10 og 11. júlí.