Næsta laugardagsmorgun, 18. júlí kl. 10:00 hefst Lavera kvennamót Dalbúa. Ræst verður út frá öllum teigum.
Spilaðar verða 9 holur og fá allar konur flottar teiggjafir frá Lavera. Allir vinningar eru frá Lavera og eru sérlega glæsilegir. Í lok móts verður súpa og léttar veigar í boði á sanngjörnu verði.
Meistaramót Dalbúa fór fram laugardaginn 11. júlí og eru Anthony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir klúbbmeistarar 2020. Leikinn var höggleikur með og án forgjafar.
Úrslit í höggleik án forgjafar var þannig að Antony Karl Flores var í 1. sæti hjá körlum á 82 höggum og Sigrún María Ingmundardóttir í 1. sæti hjá konum á 91 höggum. Í 2. sæti í höggleik voru svo Böðvar Þórisson og Petrína Freyja Sigurðardóttir, og í 3. sæti urðu svo Jón Hilmarsson og Heiðrún Hauksdóttir. Í höggleik með forgjöf voru Þorvaldur Ingimundarson og Petrína Freyja Sigurðardóttir í 1. sæti, í 2. sæti urðu svo Antony Karl Flores og Sigrún María Ingimundardóttir og í 3. sæti enduðu svo Böðvar Þórisson og Anna Svandís Helgadóttir. Lengsta upphafshögg á 3/12 braut hjá körlum var svo hjá Ragnari Þórissyni og hjá konum var það Sigrún María Ingimundardóttir. Að lokum þá var Sævar Magnússon með upphafshögg næst holu á 8/17 holu og Jón Hilmarsson var svo næstur holu á 5/14.
Stjórn og mótanefnd GD óskar öllum vinningshöfum til hamingju með góðan árangur og þakkar öllum þeim sem tóku þátt og minnir á kvennamótið sem fram fer næsta laugardag.
Jónsmessumót golfklúbbsins Dalbúa fór fram laugardaginn 20. júní. Búið var að lofa góðu veðri en rétt eftir að kylfingar lögðu í hann upp úr kl. 10:00 stytti upp og hélst þurrt það sem eftir lifði dagsins. Leikið var eftir Greensome fyrirkomulagi.
Úrslit mótsins voru þannig að Helgi Jökull Hilmarsson og Sveinn Ingvar Hilmarsson vorur í 1. sæti með 79 högg, í 2. sæti voru Antony Karl Flores og Eyjólfur Óli Jónsson á 81 höggi og í 3. sæti voru Ragnar Þórisson og Sæmundur Árnason á 83 höggum. Önnur úrslit voru svo að Klara Lísa Hervaldsdóttir var með lengsta högg kvenna á þriðju holu en Antony Karl Flores var með lengsta högg hjá körlum. Antony Karl Flores var svo næstir holu á 5. braut og Eyjólfur Óli Jónsson á 8. braut.
Stjórn og mótanefnd GD þakkar öllum sem tóku þátt og minna á næsta mót sem er Meistaramótið sem fram fer 11. júlí.
Það er góð veðurspá fyrir Jónsmessumótið sem hefst á morgun kl. 10:00. Skráning er hér: https://www.golfbox.dk/portal/golf_info/gbtourframe.asp?selected=%7BCC74A204-A100-4547-9A48-63BF5E02C2D2%7D&language=1039&#/competition/2450265/info
Fyrsta golfmót sumarsins hjá Golfklúbbnum Dalbúa verður árvissa Jónsmessumótið okkar og eigum við von á góðri þátttöku og reiknum með góðu veðri þannig að við fáum að njóta blíðunnar og frábæra vallarins okkar sem allra best.
Mótið hefst kl 10.00 og verður ræst út á öllum teigum og eru keppendur beðnir um að skrá sig á netinu og mæta tímanlega á keppnisdegi.
Við munum leika 18 holur eftir Greensome fyrirkomulagi, tveir spila saman. Skráning á Golfbox
Nánari upplýsingar á golf.is eða í golfskála Dalbúa í Miðdal.